LeBron James bauð upp á þrennu í fimmta sigri Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 07:30 LeBron James hefur verið með þrennu í samtals 90 leikjum á ferli sínum í NBA. Getty/Andrew D. Bernstein Liðsmenn Los Angeles Lakers vörðu samtals 20 skot í heimasigri á Detroit Pistons í NBA-deildinni. LeBron James var með þrennu í níunda skiptið á leiktíðinni. 21 PTS | 14 REB | 11 AST@KingJames' triple-double powers the @Lakers to their 5th-straight win. #LakeShowpic.twitter.com/aUYF0eHSeb— NBA (@NBA) January 6, 2020 LeBron James var með 21 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar í 106-99 sigri Los Angeles Lakers og Detroit Pistons en þetta var fimmti sigur Lakers liðsins röð. Níunda þrenna LeBron James á leiktíðinni var jafnframt hans nítugasta á ferlinum. Anthony Davis var með 24 stig, 11 fráköst og varði auk þess átta skot. Lakers liðið var samtals með 20 varin skot í þessum leik en JaVale McGee varði sex þeirra og Dwight Howard var með fimm varin skot. Los Angeles Lakers virtist vera að sigla öruggum sigri í höfn en missti niður ellefu stiga forystu í fjórða leikhlutanum. Lakers menn náðu að redda málunum í lokin og koma um leið í veg fyrir fyrsta tapið á móti liði í vetur sem hefur tapað fleiri leikjum en það hefur unnið. Hinn vinsæli Alex Caruso kom með 13 stig inn af bekknum en hjá Detroit Pistons var Derrick Rose atkvæðamestur með 28 stig og þá var Andre Drummond með 18 fráköst og 12 stig. The @Lakers combine for an NBA season-high 20 blocks.@AntDavis23: 8 BLK@JaValeMcGee: 6 BLK@DwightHoward: 5 BLK pic.twitter.com/ZRFowsWPC5— NBA (@NBA) January 6, 2020 Goran Dragic var með 29 stig og 13 fráköst þegar Miami Heat vann 122-111 sigur á Portland Trail Blazers. Damian Lillard skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Hassan Whiteside var með 21 stig og 18 fráköst á móti sínu gamla félagi. 29 PTS | 13 AST | 7 3PM@Goran_Dragic puts up a season-high in PTS, AST and 3PM in the @MiamiHEAT win. #HEATTwitterpic.twitter.com/zXYAKvfVZ8— NBA (@NBA) January 6, 2020 Montrezl Harrell skoraði 34 stig og þeir Paul George og Lou Williams voru báðir með 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 135-132 heimasigur á New York Knicks. Marcus Morris skoraði 38 stig fyrir New York. .@MONSTATREZZ (34 PTS), @TeamLou23 (32 PTS) and @Yg_Trece (32 PTS) become the 1st trio in @LAClippers history to each score 30+ PTS in a single game. #ClipperNationpic.twitter.com/cVuvObaT8l— NBA (@NBA) January 5, 2020 Litháinn Jonas Valanciunas skoraði 30 stig í 121-114 sigri Memphis Grizzlies á Phoenix Suns en Valanciunas hitti úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum. Það dugði ekki Suns að Devin Booker skoraði 40 stig. Dante Exum (career-high 28 PTS) is up to 24 PTS in the 2nd half. @cavs 97@Timberwolves 99 pic.twitter.com/6BXmfeGQBS— NBA (@NBA) January 6, 2020 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 106-99 Phoenix Suns - Memphis Grizzlies 114-121 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 103-118 Miami Heat - Portland Trail Blazers 122-111 Los Angeles Clippers - New York Knicks 135-132 The updated NBA standings through Week 11. pic.twitter.com/EMSoiez3AB— NBA (@NBA) January 6, 2020 NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Liðsmenn Los Angeles Lakers vörðu samtals 20 skot í heimasigri á Detroit Pistons í NBA-deildinni. LeBron James var með þrennu í níunda skiptið á leiktíðinni. 21 PTS | 14 REB | 11 AST@KingJames' triple-double powers the @Lakers to their 5th-straight win. #LakeShowpic.twitter.com/aUYF0eHSeb— NBA (@NBA) January 6, 2020 LeBron James var með 21 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar í 106-99 sigri Los Angeles Lakers og Detroit Pistons en þetta var fimmti sigur Lakers liðsins röð. Níunda þrenna LeBron James á leiktíðinni var jafnframt hans nítugasta á ferlinum. Anthony Davis var með 24 stig, 11 fráköst og varði auk þess átta skot. Lakers liðið var samtals með 20 varin skot í þessum leik en JaVale McGee varði sex þeirra og Dwight Howard var með fimm varin skot. Los Angeles Lakers virtist vera að sigla öruggum sigri í höfn en missti niður ellefu stiga forystu í fjórða leikhlutanum. Lakers menn náðu að redda málunum í lokin og koma um leið í veg fyrir fyrsta tapið á móti liði í vetur sem hefur tapað fleiri leikjum en það hefur unnið. Hinn vinsæli Alex Caruso kom með 13 stig inn af bekknum en hjá Detroit Pistons var Derrick Rose atkvæðamestur með 28 stig og þá var Andre Drummond með 18 fráköst og 12 stig. The @Lakers combine for an NBA season-high 20 blocks.@AntDavis23: 8 BLK@JaValeMcGee: 6 BLK@DwightHoward: 5 BLK pic.twitter.com/ZRFowsWPC5— NBA (@NBA) January 6, 2020 Goran Dragic var með 29 stig og 13 fráköst þegar Miami Heat vann 122-111 sigur á Portland Trail Blazers. Damian Lillard skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Hassan Whiteside var með 21 stig og 18 fráköst á móti sínu gamla félagi. 29 PTS | 13 AST | 7 3PM@Goran_Dragic puts up a season-high in PTS, AST and 3PM in the @MiamiHEAT win. #HEATTwitterpic.twitter.com/zXYAKvfVZ8— NBA (@NBA) January 6, 2020 Montrezl Harrell skoraði 34 stig og þeir Paul George og Lou Williams voru báðir með 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 135-132 heimasigur á New York Knicks. Marcus Morris skoraði 38 stig fyrir New York. .@MONSTATREZZ (34 PTS), @TeamLou23 (32 PTS) and @Yg_Trece (32 PTS) become the 1st trio in @LAClippers history to each score 30+ PTS in a single game. #ClipperNationpic.twitter.com/cVuvObaT8l— NBA (@NBA) January 5, 2020 Litháinn Jonas Valanciunas skoraði 30 stig í 121-114 sigri Memphis Grizzlies á Phoenix Suns en Valanciunas hitti úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum. Það dugði ekki Suns að Devin Booker skoraði 40 stig. Dante Exum (career-high 28 PTS) is up to 24 PTS in the 2nd half. @cavs 97@Timberwolves 99 pic.twitter.com/6BXmfeGQBS— NBA (@NBA) January 6, 2020 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 106-99 Phoenix Suns - Memphis Grizzlies 114-121 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 103-118 Miami Heat - Portland Trail Blazers 122-111 Los Angeles Clippers - New York Knicks 135-132 The updated NBA standings through Week 11. pic.twitter.com/EMSoiez3AB— NBA (@NBA) January 6, 2020
NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira