Arteta öskraði á leikmenn Arsenal í hálfleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 09:30 Mikel Arteta öskraði ekki bara á sína leikmenn heldur einnig á dómarann eins og sjá má hér fyrir ofan. Getty/Julian Finney Mikel Arteta tókst að vekja sína menn í hálfleik í bikarsigrinum á Leeds United í gærkvöldi. Leeds United var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir að hafa skapað fjölda færa í hálfleiknum. Í stað þess náði Arsenal að laga sinn leik verulega og Reiss Nelson skoraði síðan eina mark leiksins á 55. mínútu. Arsenal liðið var jafngott í seinni hálfleik og það var lélegt í þeim fyrri. Leikmenn liðsins töluðu um hálfleiksræðu knattspyrnustjórans Mikel Arteta eftir leikinn. Honesty's the best policy.@m8artetapic.twitter.com/6TQSsjLwiX— Arsenal (@Arsenal) January 7, 2020 Arsenal markvörðurinn Emiliano Martinez sagði að Mikel Arteta hafi verið mjög reiður í hálfleik. „Stjórinn öskraði mikið. Hann var ekki ánægður því við vissum að þeir myndu spila svona og við bárum ekki virðingu fyrir því sem hann sagði fyrir leikinn,“ sagði Alexandre Lacazette við BBC One. Arsenal átti fullt af færum í seinni hálfleiknum þar á meðal skaut umræddur Alexandre Lacazette í slána úr aukaspyrnu. „Núna er ég virkilega ánægður en við sáum þarna tvö mismunandi lið. Liðið sem spilaði fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og svo liðið eftir það,“ sagði Mikel Arteta við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. 'They battered every team in the Championship, every three days. The way they play makes it really difficult and uncomfortable.' Mikel Arteta explains Arsenal's second-half turnaround #AFChttps://t.co/H2BA1Iioln— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 „Ég reyndi að segja þeim hvað þeir máttu búast við og eftir 32 mínútur höfðum við bara unnið eina tæklingu. Við breyttum hugarfarinu, lönguninni og skipulaginu í hálfleik og við vorum fyrir vikið allt annað lið,“ sagði Mikel Arteta. „Stundum þurfa menn að finna það á eigin skinni hversu erfitt þetta er. Ég hef horft á fullt af leikjum með Leeds liðinu og þeir hafa látið öll lið finna fyrir sér. Það var gott fyrir mína menn að læra af þessu og þjást aðeins inn á vellinum,“ sagði Mikel Arteta. Arsenal have now won more games across all competitions after six days in January (2) than they managed in November and December combined (1). Mikel Arteta F.C. pic.twitter.com/n34ssZc3gp— Squawka Football (@Squawka) January 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Mikel Arteta tókst að vekja sína menn í hálfleik í bikarsigrinum á Leeds United í gærkvöldi. Leeds United var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora þrátt fyrir að hafa skapað fjölda færa í hálfleiknum. Í stað þess náði Arsenal að laga sinn leik verulega og Reiss Nelson skoraði síðan eina mark leiksins á 55. mínútu. Arsenal liðið var jafngott í seinni hálfleik og það var lélegt í þeim fyrri. Leikmenn liðsins töluðu um hálfleiksræðu knattspyrnustjórans Mikel Arteta eftir leikinn. Honesty's the best policy.@m8artetapic.twitter.com/6TQSsjLwiX— Arsenal (@Arsenal) January 7, 2020 Arsenal markvörðurinn Emiliano Martinez sagði að Mikel Arteta hafi verið mjög reiður í hálfleik. „Stjórinn öskraði mikið. Hann var ekki ánægður því við vissum að þeir myndu spila svona og við bárum ekki virðingu fyrir því sem hann sagði fyrir leikinn,“ sagði Alexandre Lacazette við BBC One. Arsenal átti fullt af færum í seinni hálfleiknum þar á meðal skaut umræddur Alexandre Lacazette í slána úr aukaspyrnu. „Núna er ég virkilega ánægður en við sáum þarna tvö mismunandi lið. Liðið sem spilaði fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og svo liðið eftir það,“ sagði Mikel Arteta við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. 'They battered every team in the Championship, every three days. The way they play makes it really difficult and uncomfortable.' Mikel Arteta explains Arsenal's second-half turnaround #AFChttps://t.co/H2BA1Iioln— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 „Ég reyndi að segja þeim hvað þeir máttu búast við og eftir 32 mínútur höfðum við bara unnið eina tæklingu. Við breyttum hugarfarinu, lönguninni og skipulaginu í hálfleik og við vorum fyrir vikið allt annað lið,“ sagði Mikel Arteta. „Stundum þurfa menn að finna það á eigin skinni hversu erfitt þetta er. Ég hef horft á fullt af leikjum með Leeds liðinu og þeir hafa látið öll lið finna fyrir sér. Það var gott fyrir mína menn að læra af þessu og þjást aðeins inn á vellinum,“ sagði Mikel Arteta. Arsenal have now won more games across all competitions after six days in January (2) than they managed in November and December combined (1). Mikel Arteta F.C. pic.twitter.com/n34ssZc3gp— Squawka Football (@Squawka) January 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti