Hlynur segir að sumir gömlu liðsfélagarnir séu að detta í ellilífeyrinn þessa dagana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 12:00 Hlynur Bæringsson í leik með Stjörnunni en hann er með 11,9 stig og 12,3 fráköst að meðaltali í vetur. Vísir/Bára Hlynur Bæringsson var einn af þremur leikmönnum Domino´s deildar karla í körfubolta sem náðu því á dögunum að spila á fjórða áratugnum í úrvalsdeild karla. Auk Hlyns hafa þeir Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon náð þessu en Jakob Örn Sigurðarson getur það líka um leið og hann spilar á ný með KR. Hlynur ræddi þessi tímamót í viðtali við Fréttablaðið í dag. „Það var skrýtið að sjá þetta en maður er hættur að velta sér upp úr svona áföngum, líka þegar kemur að fæðingardögum eftir að ég sá að margir í liðinu voru ekki fæddir þegar ég lék minn fyrsta landsleik. Fæstir í liðinu mínu og ef til vill deildinni voru fæddir þegar ég lék fyrsta leik minn í deildinni,“ segir Hlynur við Fréttablaðið. Hlynur er fæddur 6. júlí 1982 og verður því 38 ára gamall í sumar. Hann lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla með Skallagrími á móti Val 16. október 1997 og skoraði þá fjögur stig á aðeins fjórum mínútum. Hlynur spilaði fyrsta landsleikinn sinn á móti Makedóníu 23. febrúar 2000. Hlynur hafði verið í hóp landsliðsins í leik í nóvember 1999 en var þá ekki á skýrslu. Í síðasta leik Stjörnunnar voru þeir Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Orri Gunnarsson liðsfélagar Hlyns. Dúi og Ingimundur eru fæddir árið 2001 og Orri árið 2003 en Hlynur var búinn að stíga fyrstu sporin með A-landsliðinu áður en þeir fæddust. Þegar Orri fæddist í ágúst árið 2003 þá var Hlynur búinn að spila 112 leiki í úrvalsdeild. „Þetta er orðið rosalega langur tími, 23 ár núna í haust frá því að ég kom inn í lið Skallagríms, þá ennþá í 10. bekk. Ég hef oft pælt í því, þegar menn spila eins lengi og ég hver aldursmunurinn er á liðsfélögum mínum í dag og liðsfélögum mínum í byrjun. Alexander Ermolinskij, sem var liðsfélagi minn fyrsta árið, var fæddur 1959 og ég var að spila gegn eldri mönnum sem eru einhverjir að detta í ellilífeyrinn þessa dagana. Ég fékk f ljótlega stórt hlutverk og lék með mörgum heiðursmönnum,“ sagði Hlynur en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Hlynur Bæringsson var einn af þremur leikmönnum Domino´s deildar karla í körfubolta sem náðu því á dögunum að spila á fjórða áratugnum í úrvalsdeild karla. Auk Hlyns hafa þeir Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon náð þessu en Jakob Örn Sigurðarson getur það líka um leið og hann spilar á ný með KR. Hlynur ræddi þessi tímamót í viðtali við Fréttablaðið í dag. „Það var skrýtið að sjá þetta en maður er hættur að velta sér upp úr svona áföngum, líka þegar kemur að fæðingardögum eftir að ég sá að margir í liðinu voru ekki fæddir þegar ég lék minn fyrsta landsleik. Fæstir í liðinu mínu og ef til vill deildinni voru fæddir þegar ég lék fyrsta leik minn í deildinni,“ segir Hlynur við Fréttablaðið. Hlynur er fæddur 6. júlí 1982 og verður því 38 ára gamall í sumar. Hann lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla með Skallagrími á móti Val 16. október 1997 og skoraði þá fjögur stig á aðeins fjórum mínútum. Hlynur spilaði fyrsta landsleikinn sinn á móti Makedóníu 23. febrúar 2000. Hlynur hafði verið í hóp landsliðsins í leik í nóvember 1999 en var þá ekki á skýrslu. Í síðasta leik Stjörnunnar voru þeir Dúi Þór Jónsson, Ingimundur Orri Jóhannsson og Orri Gunnarsson liðsfélagar Hlyns. Dúi og Ingimundur eru fæddir árið 2001 og Orri árið 2003 en Hlynur var búinn að stíga fyrstu sporin með A-landsliðinu áður en þeir fæddust. Þegar Orri fæddist í ágúst árið 2003 þá var Hlynur búinn að spila 112 leiki í úrvalsdeild. „Þetta er orðið rosalega langur tími, 23 ár núna í haust frá því að ég kom inn í lið Skallagríms, þá ennþá í 10. bekk. Ég hef oft pælt í því, þegar menn spila eins lengi og ég hver aldursmunurinn er á liðsfélögum mínum í dag og liðsfélögum mínum í byrjun. Alexander Ermolinskij, sem var liðsfélagi minn fyrsta árið, var fæddur 1959 og ég var að spila gegn eldri mönnum sem eru einhverjir að detta í ellilífeyrinn þessa dagana. Ég fékk f ljótlega stórt hlutverk og lék með mörgum heiðursmönnum,“ sagði Hlynur en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira