Aftökudagur ákveðinn í víðfrægu nauðgunarmáli í Indlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 13:46 Asha Devi, móðir konunnar sem mennirnir nauðguðu og myrtu. AP/Press Trust of India Dómstólar í Indlandi hafa ákveðið hvenær taka á fjóra menn, sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun og morð ungrar konu í Indlandi árið 2012, af lífi. Dauði konunnar vakti gífurlega athygli og leiddi til umfangsmikilla mótmæla gegn ofbeldi gegn konum í landinu. Mennirnir fjórir heita Akshay Thakur, Vinay Sharma, Pawan Gupta og Mukesh Singh og voru þeir dæmdir til dauða árið 2013 eftir hröð réttarhöld. Fórnarlamb þeirra var 23 ára kona sem var á ferð með vini sínum eftir bíóferð. Þau héldu að þau væru að fara um borð í strætó og á leið heim en mennirnir höfðu leigt strætisvagn og réðust á þau. Sex menn voru um borð í strætisvagninum og nauðguðu þeirra konunni í margar klukkustundir og gengu í skrokk á vini hennar. Að endingu var þeim hent úr vagninum á ferð. Konan, sem hefur síðan fengið viðurnefnið Nirbhaya, eða „hin óttalausa“, lést af sárum sínum þrettán dögum síðar. Einn mannanna dó í fangelsi og annar var dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar sem hann var einungis sautján ára. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2015. Eftir að þeir fjórir sem um ræðir voru dæmdir til dauða árið 2013 leituðu þeir til Hæstaréttar Indlands sem stöðvaði aftöku þeirra. Nú stendur til að hengja þá þann 22. janúar. Lögmenn mannanna segjast þó ætla að beita lokaúrræði til að reyna að koma í veg fyrir aftökurnar, samkvæmt BBC. Móðir Nirbhaya ræddi við BBC og segist mjög ánægð. Hún segir síðustu sjö ár hafa tekið verulega á og hún sé loksins að fá réttlæti fyrir dóttir sína. Indland Tengdar fréttir Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Dómstólar í Indlandi hafa ákveðið hvenær taka á fjóra menn, sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun og morð ungrar konu í Indlandi árið 2012, af lífi. Dauði konunnar vakti gífurlega athygli og leiddi til umfangsmikilla mótmæla gegn ofbeldi gegn konum í landinu. Mennirnir fjórir heita Akshay Thakur, Vinay Sharma, Pawan Gupta og Mukesh Singh og voru þeir dæmdir til dauða árið 2013 eftir hröð réttarhöld. Fórnarlamb þeirra var 23 ára kona sem var á ferð með vini sínum eftir bíóferð. Þau héldu að þau væru að fara um borð í strætó og á leið heim en mennirnir höfðu leigt strætisvagn og réðust á þau. Sex menn voru um borð í strætisvagninum og nauðguðu þeirra konunni í margar klukkustundir og gengu í skrokk á vini hennar. Að endingu var þeim hent úr vagninum á ferð. Konan, sem hefur síðan fengið viðurnefnið Nirbhaya, eða „hin óttalausa“, lést af sárum sínum þrettán dögum síðar. Einn mannanna dó í fangelsi og annar var dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar sem hann var einungis sautján ára. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2015. Eftir að þeir fjórir sem um ræðir voru dæmdir til dauða árið 2013 leituðu þeir til Hæstaréttar Indlands sem stöðvaði aftöku þeirra. Nú stendur til að hengja þá þann 22. janúar. Lögmenn mannanna segjast þó ætla að beita lokaúrræði til að reyna að koma í veg fyrir aftökurnar, samkvæmt BBC. Móðir Nirbhaya ræddi við BBC og segist mjög ánægð. Hún segir síðustu sjö ár hafa tekið verulega á og hún sé loksins að fá réttlæti fyrir dóttir sína.
Indland Tengdar fréttir Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46