Fundu fjarlæga reikistjörnu á braut um tvær stjörnur Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 22:00 Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Vísir/NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er að er á braut um tvær stjörnur. Nánar tiltekið var það ungur maður í sem var nýbúinn að ljúka fjölbrautaskóla og var í starfsnámi hjá NASA sem fann reikistjörnuna þegar hann var að fara yfir gögn úr bandaríska geimsjónaukanum TESS. Þetta er fyrsta slíka reikistjarnan sem finnst með TESS. Wolf Cukier var að fara yfir gögn sem snúa að sólkerfinu TOI 1338 og eftir einungis þrjá daga í starfi fann hann reikistjörnuna, sem hefur fengið TOI 1338 b. Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Til að finna reikistjörnur á braut um stjörnur er myndavélum beint að þeim yfir 27 daga og taka fjórar myndavélar myndir á 30 mínútna fresti. Þannig er hægt að sjá hvort að reikistjörnur skyggi á þær. Það er þó erfiðara að greina reikistjörnur á braut um tvær stjörnur þar sem önnur stjarnan skyggir reglulega á hinar. „Fyrst hélt ég að minni stjarnan væri að fara fyrir þá stærri en tímasetningin passaði ekki. Þetta reyndist vera reikistjarna,“ er haft eftir Cukier á vef NASA. Sólkerfið er í um 1.300 ljósára fjarlægð og reikistjarnan TOI 1338 b er um 6,9 sinnum stærri en jörðin, eða á stærð við Satúrnus. Hún fer hring um stjörnurnar tvær á 95 dögum og á nánast samsíða brautarplani sólanna tveggja. Eftir að reikistjarnan fannst með TESS voru tæki á jörðu niðri notuð til að staðfesta tilvist TOI 1338 b. TESS var einnig nýverið notaður til að finna fjarreikisstjörnu með líkindum við jörðina. Sjá einnig: Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Sjónaukinn er í raun notaður til að fylgjast með milljónum stjarna í einu og hafa forsvarsmenn NASA leitað til almennings til að fara yfir gögnin frá sjónaukanum og benda á mögulegar reikistjörnur og áhugaverð sólkerfi.Fréttin hefur verið uppfærð. Geimurinn Vísindi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er að er á braut um tvær stjörnur. Nánar tiltekið var það ungur maður í sem var nýbúinn að ljúka fjölbrautaskóla og var í starfsnámi hjá NASA sem fann reikistjörnuna þegar hann var að fara yfir gögn úr bandaríska geimsjónaukanum TESS. Þetta er fyrsta slíka reikistjarnan sem finnst með TESS. Wolf Cukier var að fara yfir gögn sem snúa að sólkerfinu TOI 1338 og eftir einungis þrjá daga í starfi fann hann reikistjörnuna, sem hefur fengið TOI 1338 b. Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Til að finna reikistjörnur á braut um stjörnur er myndavélum beint að þeim yfir 27 daga og taka fjórar myndavélar myndir á 30 mínútna fresti. Þannig er hægt að sjá hvort að reikistjörnur skyggi á þær. Það er þó erfiðara að greina reikistjörnur á braut um tvær stjörnur þar sem önnur stjarnan skyggir reglulega á hinar. „Fyrst hélt ég að minni stjarnan væri að fara fyrir þá stærri en tímasetningin passaði ekki. Þetta reyndist vera reikistjarna,“ er haft eftir Cukier á vef NASA. Sólkerfið er í um 1.300 ljósára fjarlægð og reikistjarnan TOI 1338 b er um 6,9 sinnum stærri en jörðin, eða á stærð við Satúrnus. Hún fer hring um stjörnurnar tvær á 95 dögum og á nánast samsíða brautarplani sólanna tveggja. Eftir að reikistjarnan fannst með TESS voru tæki á jörðu niðri notuð til að staðfesta tilvist TOI 1338 b. TESS var einnig nýverið notaður til að finna fjarreikisstjörnu með líkindum við jörðina. Sjá einnig: Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Sjónaukinn er í raun notaður til að fylgjast með milljónum stjarna í einu og hafa forsvarsmenn NASA leitað til almennings til að fara yfir gögnin frá sjónaukanum og benda á mögulegar reikistjörnur og áhugaverð sólkerfi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira