Fundu fjarlæga reikistjörnu á braut um tvær stjörnur Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 22:00 Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Vísir/NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er að er á braut um tvær stjörnur. Nánar tiltekið var það ungur maður í sem var nýbúinn að ljúka fjölbrautaskóla og var í starfsnámi hjá NASA sem fann reikistjörnuna þegar hann var að fara yfir gögn úr bandaríska geimsjónaukanum TESS. Þetta er fyrsta slíka reikistjarnan sem finnst með TESS. Wolf Cukier var að fara yfir gögn sem snúa að sólkerfinu TOI 1338 og eftir einungis þrjá daga í starfi fann hann reikistjörnuna, sem hefur fengið TOI 1338 b. Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Til að finna reikistjörnur á braut um stjörnur er myndavélum beint að þeim yfir 27 daga og taka fjórar myndavélar myndir á 30 mínútna fresti. Þannig er hægt að sjá hvort að reikistjörnur skyggi á þær. Það er þó erfiðara að greina reikistjörnur á braut um tvær stjörnur þar sem önnur stjarnan skyggir reglulega á hinar. „Fyrst hélt ég að minni stjarnan væri að fara fyrir þá stærri en tímasetningin passaði ekki. Þetta reyndist vera reikistjarna,“ er haft eftir Cukier á vef NASA. Sólkerfið er í um 1.300 ljósára fjarlægð og reikistjarnan TOI 1338 b er um 6,9 sinnum stærri en jörðin, eða á stærð við Satúrnus. Hún fer hring um stjörnurnar tvær á 95 dögum og á nánast samsíða brautarplani sólanna tveggja. Eftir að reikistjarnan fannst með TESS voru tæki á jörðu niðri notuð til að staðfesta tilvist TOI 1338 b. TESS var einnig nýverið notaður til að finna fjarreikisstjörnu með líkindum við jörðina. Sjá einnig: Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Sjónaukinn er í raun notaður til að fylgjast með milljónum stjarna í einu og hafa forsvarsmenn NASA leitað til almennings til að fara yfir gögnin frá sjónaukanum og benda á mögulegar reikistjörnur og áhugaverð sólkerfi.Fréttin hefur verið uppfærð. Geimurinn Vísindi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er að er á braut um tvær stjörnur. Nánar tiltekið var það ungur maður í sem var nýbúinn að ljúka fjölbrautaskóla og var í starfsnámi hjá NASA sem fann reikistjörnuna þegar hann var að fara yfir gögn úr bandaríska geimsjónaukanum TESS. Þetta er fyrsta slíka reikistjarnan sem finnst með TESS. Wolf Cukier var að fara yfir gögn sem snúa að sólkerfinu TOI 1338 og eftir einungis þrjá daga í starfi fann hann reikistjörnuna, sem hefur fengið TOI 1338 b. Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Til að finna reikistjörnur á braut um stjörnur er myndavélum beint að þeim yfir 27 daga og taka fjórar myndavélar myndir á 30 mínútna fresti. Þannig er hægt að sjá hvort að reikistjörnur skyggi á þær. Það er þó erfiðara að greina reikistjörnur á braut um tvær stjörnur þar sem önnur stjarnan skyggir reglulega á hinar. „Fyrst hélt ég að minni stjarnan væri að fara fyrir þá stærri en tímasetningin passaði ekki. Þetta reyndist vera reikistjarna,“ er haft eftir Cukier á vef NASA. Sólkerfið er í um 1.300 ljósára fjarlægð og reikistjarnan TOI 1338 b er um 6,9 sinnum stærri en jörðin, eða á stærð við Satúrnus. Hún fer hring um stjörnurnar tvær á 95 dögum og á nánast samsíða brautarplani sólanna tveggja. Eftir að reikistjarnan fannst með TESS voru tæki á jörðu niðri notuð til að staðfesta tilvist TOI 1338 b. TESS var einnig nýverið notaður til að finna fjarreikisstjörnu með líkindum við jörðina. Sjá einnig: Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Sjónaukinn er í raun notaður til að fylgjast með milljónum stjarna í einu og hafa forsvarsmenn NASA leitað til almennings til að fara yfir gögnin frá sjónaukanum og benda á mögulegar reikistjörnur og áhugaverð sólkerfi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira