Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 17:43 Það er ekki mikið skyggni á Holtavörðuheiðinni eins og sést á þessari mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis en hátt í tuttugu bílar voru þá þegar á heiðinni og hafa ökumenn þeirra lent í vandræðum þar vegna ófærðar og veðurs. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða fólki. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að samkvæmt fyrstu tilkynningu hafi ökumenn þriggja bíla verið í vandræðum á heiðinni en þegar hópar björgunarsveitarfólks fóru svo af stað kom í ljós að mun fleiri ökumenn væru í vandræðum. Að minnsta kosti sautján bílar hafi þannig orðið á vegi björgunarsveitarfólk sem það hafi komið til aðstoðar. Alls sinna um fimmtán björgunarsveitarmenn útkallinu á fjórum bílum og koma annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr sveitinni Heiðar í Borgarfirði. Aðspurður um önnur útköll í dag vegna veður segir Davíð að það hafi verið þokkalega rólegt hjá björgunarsveitum í dag. Klukkan fjögur var pakkað saman í aðgerðastjórninni á Suðurnesjum og í Árnessýslu en alls hafa um tíu foktilkynningar borist, meðal annars á Hellu, í Höfn og Hveragerði. Þá var veginum um Hellisheiði lokað fyrir umferð núna upp úr klukkan 18 og segir Davíð að einhverjar tilkynningar séu farnar að berast um ökumenn í vanda þar. Auk þess var veginum um Þrengsli lokað en áður var búið að loka vegunum um Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð.Fréttin var uppfærð klukkan 18:26. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis en hátt í tuttugu bílar voru þá þegar á heiðinni og hafa ökumenn þeirra lent í vandræðum þar vegna ófærðar og veðurs. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða fólki. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að samkvæmt fyrstu tilkynningu hafi ökumenn þriggja bíla verið í vandræðum á heiðinni en þegar hópar björgunarsveitarfólks fóru svo af stað kom í ljós að mun fleiri ökumenn væru í vandræðum. Að minnsta kosti sautján bílar hafi þannig orðið á vegi björgunarsveitarfólk sem það hafi komið til aðstoðar. Alls sinna um fimmtán björgunarsveitarmenn útkallinu á fjórum bílum og koma annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr sveitinni Heiðar í Borgarfirði. Aðspurður um önnur útköll í dag vegna veður segir Davíð að það hafi verið þokkalega rólegt hjá björgunarsveitum í dag. Klukkan fjögur var pakkað saman í aðgerðastjórninni á Suðurnesjum og í Árnessýslu en alls hafa um tíu foktilkynningar borist, meðal annars á Hellu, í Höfn og Hveragerði. Þá var veginum um Hellisheiði lokað fyrir umferð núna upp úr klukkan 18 og segir Davíð að einhverjar tilkynningar séu farnar að berast um ökumenn í vanda þar. Auk þess var veginum um Þrengsli lokað en áður var búið að loka vegunum um Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð.Fréttin var uppfærð klukkan 18:26.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00