Bílastæðahús við flugvöllinn í Stafangri brennur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 18:06 Reykurinn sem berst frá bílastæðahúsinu er mjög mikill. twitter Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður. Noregur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður.
Noregur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira