Lewandowski talar vel um Klopp: Þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 08:00 Robert Lewandowski og Jürgen Klopp eftir að Liverpool sló Bayern München út úr Meistaradeildinni í fyrra. Getty/Chris Brunskill Robert Lewandowski er einn besti framherji heims en það var hjá Borussia Dortmund og undir stjórn Jürgen Klopp þar sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri utan Póllands. Lewandowski talar mjög vel um þýska knattspyrnustjórann en Jürgen Klopp hefur síðan gert Liverpool að Evrópu- og heimsmeisturum og er á góðri leið með að enda 30 ára bið félagsins eftir sigri í ensku deildinni. Jürgen Klopp var knattspyrnustjóri Borussia Dortmund þegar Lewandowski kom til félagsins 22 ára gamall árið 2010. Lewandowski skoraði átta mörk á sínu fyrsta tímabili en flest komu þau eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Þau hjálpuðu þó Dortmund að vinna þýska titilinn. Liðið vann síðan tvöfalt tímabilið á eftir. „Ég gekk til liðs við Dortmund þegar ég var ungur leikmaður og það var ekki auðvelt í byrjun,“ sagði Robert Lewandowski í viðtali við Prawda Futbolu en það er sagt frá því á heimasíðu þýsku bundesligunnar. Robert Lewandowski says he would run through a fire for Jurgen Klopp pic.twitter.com/2qkWeUcgoJ— ESPN FC (@ESPNFC) January 7, 2020 „Augljóslega var Jürgen ekki faðir minn en að sumu leyti þá tók hann að sér það hlutverk. Hann var einn af aðalmönnunum á bak við þróun mína sem fótboltamanns og hann opnaði dyr heimsfótboltans fyrir mér,“ .Lewandowski „Hann er með mikla persónutöfra og veit hvað þarf til að búa til rétta andrúmsloftið hjá sínu liði. Ofan á allt það kann hann að finna rétta jafnvægið á milli gríns og alvarlega athugasemda. Hann er þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir,“ sagði Robert Lewandowski. Robert Lewandowski skoraði alls 102 mörk og gaf 42 stoðsendingar sem leikmaður Jürgen Klopp en fór seinna til Bayern München og varð meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Sjá meira
Robert Lewandowski er einn besti framherji heims en það var hjá Borussia Dortmund og undir stjórn Jürgen Klopp þar sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri utan Póllands. Lewandowski talar mjög vel um þýska knattspyrnustjórann en Jürgen Klopp hefur síðan gert Liverpool að Evrópu- og heimsmeisturum og er á góðri leið með að enda 30 ára bið félagsins eftir sigri í ensku deildinni. Jürgen Klopp var knattspyrnustjóri Borussia Dortmund þegar Lewandowski kom til félagsins 22 ára gamall árið 2010. Lewandowski skoraði átta mörk á sínu fyrsta tímabili en flest komu þau eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Þau hjálpuðu þó Dortmund að vinna þýska titilinn. Liðið vann síðan tvöfalt tímabilið á eftir. „Ég gekk til liðs við Dortmund þegar ég var ungur leikmaður og það var ekki auðvelt í byrjun,“ sagði Robert Lewandowski í viðtali við Prawda Futbolu en það er sagt frá því á heimasíðu þýsku bundesligunnar. Robert Lewandowski says he would run through a fire for Jurgen Klopp pic.twitter.com/2qkWeUcgoJ— ESPN FC (@ESPNFC) January 7, 2020 „Augljóslega var Jürgen ekki faðir minn en að sumu leyti þá tók hann að sér það hlutverk. Hann var einn af aðalmönnunum á bak við þróun mína sem fótboltamanns og hann opnaði dyr heimsfótboltans fyrir mér,“ .Lewandowski „Hann er með mikla persónutöfra og veit hvað þarf til að búa til rétta andrúmsloftið hjá sínu liði. Ofan á allt það kann hann að finna rétta jafnvægið á milli gríns og alvarlega athugasemda. Hann er þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir,“ sagði Robert Lewandowski. Robert Lewandowski skoraði alls 102 mörk og gaf 42 stoðsendingar sem leikmaður Jürgen Klopp en fór seinna til Bayern München og varð meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Sjá meira