Solskjær: Versti hálfleikur tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 09:30 Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn á Old Trafford í gær. Getty/Tom Purslow Manchester United gat þakkað fyrir að tapa bara 3-1 á heimavelli í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik sínum á móti Manchester City í enska deildabikarnum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var heldur ekkert að fegra hlutina. Manchester United lenti 3-0 undir í fyrir hálfleik en auk þess klúðruðu leikmenn City hverju dauðafærinu á fætur öðru. Manchester City hefði auðveldega vera fimm eða sex mörkum yfir í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hafi misst hausinn eftir að Bernardo Silva kom Manchester City yfir á 17. mínútu. „Liðið hefur ekki spilað verr á þessu tímabili en það gerði frá fimmtándu mínútu til hálfleiks. Við réðum ekki við áfallið að fá á okkur þetta mark. Núna þurfum við að klífa fjall,“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn. Riyad Mahrez kom Manchester City í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið var sjálfsmark Andreas Pereira. Raheem Sterling óð í færum en var fyrirmunað að skora. Yfirburðirnir voru það miklir að margir voru farnir að hugsa til 6-1 tap United á móti City árið 2011. Leikmenn Manchester United sluppu hins vegar inn í hálfleikinn bara 3-0 undir og Marcus Rashford minnkaði síðan muninn í síðari hálfleik sem var mun betri hjá United liðinu. Ole Gunnar Solskjaer says Manchester United's first-half performance in the Manchester derby was the "worst" he's seen from his players this season.https://t.co/KlZ7Fs50Pb#bbcfootballpic.twitter.com/D2GlJ54hLs— BBC Sport (@BBCSport) January 8, 2020 Manchester City er vissulega í lykilstöðu eftir 3-1 sigur á útivelli en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola talaði varlega eftir leikinn. „Þetta eru ekki þrjú stig og þetta er ekki búið. Þeir eru með hættulegt lið. Á síðasta tímabili töpuðu þeir með sama mun á heimavelli á móti PSG en fóru síðan til Fraklands og komust áfram,“ sagði Pep Guardiola. Seinni leikurinn fer fram 29. janúar en áður mun Manchester United liðið spila við Wolves í endurteknum leik í enska bikarnum og mæta síðan Liverpool á Anfield. „Ég hef sagt það áður að við lögum þetta ekki á einum degi. Þetta er eitthvað sem við erum byrjaðir á og við eigum enn langt í land en þetta er líka eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Solskjær en þetta var þriðja tap Manchester United í síðustu sex leikjum. Manchester City show modern United the extent of their problems, and Phil Jones is not even top of the list, writes @TelegraphDuckerhttps://t.co/LZHT35kX37— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Manchester United gat þakkað fyrir að tapa bara 3-1 á heimavelli í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik sínum á móti Manchester City í enska deildabikarnum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var heldur ekkert að fegra hlutina. Manchester United lenti 3-0 undir í fyrir hálfleik en auk þess klúðruðu leikmenn City hverju dauðafærinu á fætur öðru. Manchester City hefði auðveldega vera fimm eða sex mörkum yfir í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hafi misst hausinn eftir að Bernardo Silva kom Manchester City yfir á 17. mínútu. „Liðið hefur ekki spilað verr á þessu tímabili en það gerði frá fimmtándu mínútu til hálfleiks. Við réðum ekki við áfallið að fá á okkur þetta mark. Núna þurfum við að klífa fjall,“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn. Riyad Mahrez kom Manchester City í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið var sjálfsmark Andreas Pereira. Raheem Sterling óð í færum en var fyrirmunað að skora. Yfirburðirnir voru það miklir að margir voru farnir að hugsa til 6-1 tap United á móti City árið 2011. Leikmenn Manchester United sluppu hins vegar inn í hálfleikinn bara 3-0 undir og Marcus Rashford minnkaði síðan muninn í síðari hálfleik sem var mun betri hjá United liðinu. Ole Gunnar Solskjaer says Manchester United's first-half performance in the Manchester derby was the "worst" he's seen from his players this season.https://t.co/KlZ7Fs50Pb#bbcfootballpic.twitter.com/D2GlJ54hLs— BBC Sport (@BBCSport) January 8, 2020 Manchester City er vissulega í lykilstöðu eftir 3-1 sigur á útivelli en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola talaði varlega eftir leikinn. „Þetta eru ekki þrjú stig og þetta er ekki búið. Þeir eru með hættulegt lið. Á síðasta tímabili töpuðu þeir með sama mun á heimavelli á móti PSG en fóru síðan til Fraklands og komust áfram,“ sagði Pep Guardiola. Seinni leikurinn fer fram 29. janúar en áður mun Manchester United liðið spila við Wolves í endurteknum leik í enska bikarnum og mæta síðan Liverpool á Anfield. „Ég hef sagt það áður að við lögum þetta ekki á einum degi. Þetta er eitthvað sem við erum byrjaðir á og við eigum enn langt í land en þetta er líka eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Solskjær en þetta var þriðja tap Manchester United í síðustu sex leikjum. Manchester City show modern United the extent of their problems, and Phil Jones is not even top of the list, writes @TelegraphDuckerhttps://t.co/LZHT35kX37— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020
Enski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti