Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 07:50 Í kortunum á morgun: Hvassviðri eða stormur með éljagangi. Vísir/vilehlm Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands. Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands.
Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira