Appelsínugular viðvaranir, vegalokanir og snjóflóð Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 10:13 Svona er staðan á viðvörunum veðurstofu á hádegi í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50