Handbolti

Sveinn annar Fjölnismaðurinn sem fer á stórmót

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn í leik með Fjölni tímabilið 2017-18.
Sveinn í leik með Fjölni tímabilið 2017-18. vísir/ernir

Sveinn Jóhannsson er annar Fjölnismaðurinn sem fer á stórmót með íslenska landsliðinu.

Guðmundur Guðmundsson valdi Svein í 17 manna landsliðshóp Íslands fyrir EM 2020.

Sveinn fetar þar með í fótspor Gunnars Steins Jónssonar sem var fyrsti Fjölnismaðurinn sem fór á stórmót í handbolta.

Gunnar Steinn lék með íslenska landsliðinu á þremur stórmótum; EM 2014 og HM 2015 og 2017.

Gunnar Steinn leikur í dag með Ribe-Esbjerg í Danmörku. Hann er uppalinn hjá Fjölni en fór ungur til HK.

Sveinn lék með Fjölni á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild 2017-18. Fjölnismenn féllu um vorið og Sveinn söðlaði þá um og gekk í raðir ÍR.

Gunnar Steinn fór á þrjú stórmót.vísir/getty

Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Guðmundar

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti leikmannahóp sinn fyrir EM í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×