Evrópskar veðurmælingar benda til þess að nýliðið ár hafi verið það annað hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Nokkrir mánuðir ársins voru jafnframt þeirri hlýjustu í mælingasögunni.
Meðalhiti jarðar var um 0,6 gráðum yfir meðaltali tímabilsins 1981 til 2010 samkvæmt Kópernikusarloftslagsbreytingaþjónustunni, alþjóðlegrar stofnunar sem Evrópusambandið styrkir. Aðeins árið 2016, þegar áhrifa veðurfyrirbrigðisins El niño gætti verulega, var hlýrra. El niño hafði einnig áhrif á hitastig í fyrra en hann var mun veikari en árið 2016, að sögn New York Times.
Undanfarin fimm ár eru nú hlýjasta fimm ára tímabilið frá því að mælingar hófust og undanfarin tíu ár þau hlýjustu í sögunni.
Sérstaklega var hlýtt á norðurskautinu, Evrópu, sunnanverðri Afríku og Ástralíu í fyrra. Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi og var meðalhiti allra árstíða sá hæsti sem hefur mælst.
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga

Tengdar fréttir

Minni losun í Bandaríkjunum vegna samdráttar í kolanotkun
Aukinn bruni á ódýru jarðgasi vó að miklu leyti upp á móti minni losun frá kolabruna í Bandaríkjunum í fyrra.

Hið besta mál gerist fólk vegan en það bjargi ekki jörðinni eitt og sér
Grænkerar og Sævar Helgi Bragason hafa tekist á um hversu mikilvægt það sé í baráttunni gegn loftlagsbreytingum að gerast vegan.