Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2020 10:30 Atli Jasonarson er ekki sáttur eftir samskipti sín við lögregluna eitt sumarkvöld, síðastliðið sumar. Vísir/Vilhelm Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. Hann var handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti. Á leiðinni á lögreglustöðina fékk hann tvö þéttingsföst olnbogaskot frá lögreglumanni. Hann skilur ekkert í hegðun lögreglumannsins og hefur tilkynnt málið til Nefndar um eftirlit með lögreglu sem hefur enn ekki fjallað um málið, fjórum mánuðum frá því að tilkynningin barst nefndinni.Í færslu á Facebook sem vakið hefur talsverða athygli lýsir Atli hvernig málið atvikaðist. „Þann 4. júli 2019, stuttu eftir miðnætti, kom ég að eldri konu sem lá meðvitundarlaus á Austurstræti. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja á Neyðarlínuna en þegar hún, konan, komst til meðvitundar þrábað hún mig um að hringja ekki þangað. Ég sagði henni að ég væri því miður búinn að því en ég skyldi vera með henni,“ skrifar hann. Atli var að eigin sögn handtekinn fyrir að neita að segja til nafns og fyrir að trufla störf lögreglu.vísir/tumi Var að ræða við tvö lögreglumenn þegar sá þriðji kom Í samtali við Vísi segist Atli enn þá vera að reyna að ná utan um hvað lögreglumanninum umrædda hafi gengið til. Tveir lögreglubílar mættu á svæðið eftir að hann hringdi á Neyðarlínuna. Var Atli á spjalli við tvo þeirra um að konan hafi verið á móti því að lögreglan kæmi þegar umræddur lögreglumaður kom askvaðandi úr öðrum lögreglubílnum. „Ég byrja að tala við tvo og allt í góðu með það. Það er í rauninni bara þessi eini lögreglumaður sem kemur út úr hinum bílnum og í öskrar á mig frá fyrstu sekúndu þangað til ég er sendur út úr lögreglustöðunni,“ segir Atli. Að sögn Atla tilkynnti umræddur lögreglumaður honum það að hann væri að trufla störf lögreglu, eitthvað sem Atli á erfitt með að skilja þar sem hann hafi jú sjálfur hringt á lögreglu, og því lítið sem ekkert óeðlilegt við það að hann væri að tala við lögreglumennina á vettvangi. Þá hafi umræddur lögreglumaður setið inn í bíl er Atli ræddi við hina lögreglumennina. Atli viðurkennir þó að hafa gert ein mistök í samskiptum sínum við lögreglumanninn. „Hann snýr mér upp að bílnum og segir að ég sé handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu. Ég neita að segja til nafns sem var fáránlegt af mér. Ég veit ekki hvort það sé komið úr einhverjum löggumyndum eða hvað það er en ég allavega hélt ég þyrfti ekki að segja það sem var heimskulegt. Þá handjárnar hann mig strax þar sem ég er með andlitið að öðrum lögreglubílnum og tekur mig strax inn í bíl. Þetta gerðist á svona mínútu. Þetta tók fljótt af,“ segir Atli og segir að lögreglumaðurinn hafi gefið tvær ástæður fyrir handtökunni, hann hafi neitað að segja til nafns og að hann hafi verið að trufla störf lögreglu. Tvö olnbogaskot í andlitið Það sem Atli er þó ósáttastur við gerðist í lögreglubílnum á leiðinni á lögreglustöðina. Lögreglumaðurinn sat við hlið Atla, sem var handjárnaður, í aftursæti bílsins. Þar hafi Atli hallað sér til hliðar til þess að hagræða höndunum sem voru í járnum. Eitthvað sem hann lýsir í Facebook-færslunni sem heimskulegustu mistökum ævi sinnar. „Það er bara vont þannig að það eina sem ég gerði var að halla mér upp að hurðinni til að losa um hendurnar svo þær væru ekki fastar á milli baksins og sætisbaksins. Þá fæ ég beint olnboga í andlitið og mér sagt að ég skuli ekki vera að reyna að flýja frá þeim. Eitthvað sem nær ekki nokkurri átt. Ég var aldrei að fara að flýja.“ segir Atli. Heyra má að honum finnist óskiljanlegt að lögreglumaðurinn hafi talið að hann hafi ætlað sér að flýja, enda var bíllinn á ferð. Þess má geta að afturhurðir lögreglubíla eru oftar en ekki læstar að innan. Nefnd um eftirlit með lögreglu heyrir undir dómsmálaráðuneytið.vísir/vilhelm Örskömmu seinna fékk hann annað olnbogaskot frá lögreglumanninum. Í þetta skipti að sögn Atla fyrir að hafa ekki horft út um réttan glugga. „Ég horfði á hann eftir að hann hafði lamið mig, horfði beint framan í hann. Hann sagði að ég ætti að horfa út um gluggann hans megin, ekki mín megin. Þá fékk ég annan olnboga og hann var töluvert fastari en hinn fyrri. Eftir það lá hann svona ofan á mér og öskraði á mig,“ segir Atli. Dvöl hans á lögreglustöðinni var hins vegar stutt. Tekinn var skýrsla af honum og að því loknu var honum sleppt, án eftirmála fyrir hann, að minnsta kosti formlegra. „Að öllu þessu loknu fannst mér þetta skondið. Mér fannst hegðun lögreglumannanna hjákátleg og barnaleg. Ég hringdi í vin minn, sem hafði verið með mér fyrr um kvöldið, við hlógum að þessu og hann keyrði mig heim,“ skrifar Atli í færslunni á Facebook. Bið eftir málsmeðferð þremur mánuðum lengri en stefnt er að Fljótlega fóru þó að renna á hann tvær grímur og eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing ákvað hann að tilkynna hegðun lögreglumannsins til Nefndar um eftirlit með lögreglu, sem tekur til athugunar mál er varða ætluð refsiverð brot starfsmanna lögreglu, ámælisverða háttsemi eða framkomu starfsmanna lögreglu. „Þegar maður er inn í bílnum þá er maður skíthræddur. Ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Á meðan þegar ég var inn í bílnum, í skýrslutökuklefanum þá var ég skíthræddur við hann. Hann var að öskra á mig allan tímann og lemur mig tvisvar í þokkabót. Ég viðurkenni það alveg að ég var hræddur þarna,“ segir hann. Atli segist hafa sent inn tilkynningu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um málið þann 11. júlí, viku eftir atvikið. Síðar hafi hann þó fengið þær upplýsingar að nefndinni hafi ekki borist tilkynningin fyrr en 29. ágúst. Hann hefur engar skýringar fengið á þessari töf.Samkvæmt reglugerð um nefndina á hún að hraða málum eins og hægt er og að jafnaði ljúka meðferð þess innan mánaðar frá því að tilkynning er móttekin. Frá því að nefndinni barst tilkynningin eru nú liðnir fjórir mánuðir. Einu svörin sem Atli hefur fengið er að nefndin hafi ekki getað tekið málið til meðferðar vegna anna. Atli segir að ástæðan fyrir því að hann hafi tilkynnt þetta til nefndarinnar sé einföld. Hann vilji vita hvort lögreglan megi koma fram á þann hátt við borgarana og hann segir lögreglumanninn hafa komið fram við sig. „Það er bara það sem mig langar að vita. Má þetta?“ Lögreglan segist líta málið alvarlegum augum Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna málsins sem birt var í dag eftir að Stundin fjallaði um mál Atla í gær segir að lögreglan líti það ávallt alvarlegum augum þegar kvartað er undan meintu harðræði lögreglumanns. Gögnum hafi verið safnað og sent til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. „Vegna umfjöllunar um mál karlmanns á þrítugsaldri, sem kvartaði undan meintu harðræði lögreglumanns sl. sumar, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún lítur slík tilvik ávallt alvarlegum augum. Eftir að kvörtun mannsins barst í júlí 2019 tók við hefðbundið verklag embættisins þar sem öllum gögnum málsins, m.a. upptökum úr myndavélum, var safnað saman og þau send nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í lok ágúst 2019.“ Lögreglan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. Hann var handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti. Á leiðinni á lögreglustöðina fékk hann tvö þéttingsföst olnbogaskot frá lögreglumanni. Hann skilur ekkert í hegðun lögreglumannsins og hefur tilkynnt málið til Nefndar um eftirlit með lögreglu sem hefur enn ekki fjallað um málið, fjórum mánuðum frá því að tilkynningin barst nefndinni.Í færslu á Facebook sem vakið hefur talsverða athygli lýsir Atli hvernig málið atvikaðist. „Þann 4. júli 2019, stuttu eftir miðnætti, kom ég að eldri konu sem lá meðvitundarlaus á Austurstræti. Það fyrsta sem ég gerði var að hringja á Neyðarlínuna en þegar hún, konan, komst til meðvitundar þrábað hún mig um að hringja ekki þangað. Ég sagði henni að ég væri því miður búinn að því en ég skyldi vera með henni,“ skrifar hann. Atli var að eigin sögn handtekinn fyrir að neita að segja til nafns og fyrir að trufla störf lögreglu.vísir/tumi Var að ræða við tvö lögreglumenn þegar sá þriðji kom Í samtali við Vísi segist Atli enn þá vera að reyna að ná utan um hvað lögreglumanninum umrædda hafi gengið til. Tveir lögreglubílar mættu á svæðið eftir að hann hringdi á Neyðarlínuna. Var Atli á spjalli við tvo þeirra um að konan hafi verið á móti því að lögreglan kæmi þegar umræddur lögreglumaður kom askvaðandi úr öðrum lögreglubílnum. „Ég byrja að tala við tvo og allt í góðu með það. Það er í rauninni bara þessi eini lögreglumaður sem kemur út úr hinum bílnum og í öskrar á mig frá fyrstu sekúndu þangað til ég er sendur út úr lögreglustöðunni,“ segir Atli. Að sögn Atla tilkynnti umræddur lögreglumaður honum það að hann væri að trufla störf lögreglu, eitthvað sem Atli á erfitt með að skilja þar sem hann hafi jú sjálfur hringt á lögreglu, og því lítið sem ekkert óeðlilegt við það að hann væri að tala við lögreglumennina á vettvangi. Þá hafi umræddur lögreglumaður setið inn í bíl er Atli ræddi við hina lögreglumennina. Atli viðurkennir þó að hafa gert ein mistök í samskiptum sínum við lögreglumanninn. „Hann snýr mér upp að bílnum og segir að ég sé handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu. Ég neita að segja til nafns sem var fáránlegt af mér. Ég veit ekki hvort það sé komið úr einhverjum löggumyndum eða hvað það er en ég allavega hélt ég þyrfti ekki að segja það sem var heimskulegt. Þá handjárnar hann mig strax þar sem ég er með andlitið að öðrum lögreglubílnum og tekur mig strax inn í bíl. Þetta gerðist á svona mínútu. Þetta tók fljótt af,“ segir Atli og segir að lögreglumaðurinn hafi gefið tvær ástæður fyrir handtökunni, hann hafi neitað að segja til nafns og að hann hafi verið að trufla störf lögreglu. Tvö olnbogaskot í andlitið Það sem Atli er þó ósáttastur við gerðist í lögreglubílnum á leiðinni á lögreglustöðina. Lögreglumaðurinn sat við hlið Atla, sem var handjárnaður, í aftursæti bílsins. Þar hafi Atli hallað sér til hliðar til þess að hagræða höndunum sem voru í járnum. Eitthvað sem hann lýsir í Facebook-færslunni sem heimskulegustu mistökum ævi sinnar. „Það er bara vont þannig að það eina sem ég gerði var að halla mér upp að hurðinni til að losa um hendurnar svo þær væru ekki fastar á milli baksins og sætisbaksins. Þá fæ ég beint olnboga í andlitið og mér sagt að ég skuli ekki vera að reyna að flýja frá þeim. Eitthvað sem nær ekki nokkurri átt. Ég var aldrei að fara að flýja.“ segir Atli. Heyra má að honum finnist óskiljanlegt að lögreglumaðurinn hafi talið að hann hafi ætlað sér að flýja, enda var bíllinn á ferð. Þess má geta að afturhurðir lögreglubíla eru oftar en ekki læstar að innan. Nefnd um eftirlit með lögreglu heyrir undir dómsmálaráðuneytið.vísir/vilhelm Örskömmu seinna fékk hann annað olnbogaskot frá lögreglumanninum. Í þetta skipti að sögn Atla fyrir að hafa ekki horft út um réttan glugga. „Ég horfði á hann eftir að hann hafði lamið mig, horfði beint framan í hann. Hann sagði að ég ætti að horfa út um gluggann hans megin, ekki mín megin. Þá fékk ég annan olnboga og hann var töluvert fastari en hinn fyrri. Eftir það lá hann svona ofan á mér og öskraði á mig,“ segir Atli. Dvöl hans á lögreglustöðinni var hins vegar stutt. Tekinn var skýrsla af honum og að því loknu var honum sleppt, án eftirmála fyrir hann, að minnsta kosti formlegra. „Að öllu þessu loknu fannst mér þetta skondið. Mér fannst hegðun lögreglumannanna hjákátleg og barnaleg. Ég hringdi í vin minn, sem hafði verið með mér fyrr um kvöldið, við hlógum að þessu og hann keyrði mig heim,“ skrifar Atli í færslunni á Facebook. Bið eftir málsmeðferð þremur mánuðum lengri en stefnt er að Fljótlega fóru þó að renna á hann tvær grímur og eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing ákvað hann að tilkynna hegðun lögreglumannsins til Nefndar um eftirlit með lögreglu, sem tekur til athugunar mál er varða ætluð refsiverð brot starfsmanna lögreglu, ámælisverða háttsemi eða framkomu starfsmanna lögreglu. „Þegar maður er inn í bílnum þá er maður skíthræddur. Ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Á meðan þegar ég var inn í bílnum, í skýrslutökuklefanum þá var ég skíthræddur við hann. Hann var að öskra á mig allan tímann og lemur mig tvisvar í þokkabót. Ég viðurkenni það alveg að ég var hræddur þarna,“ segir hann. Atli segist hafa sent inn tilkynningu til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um málið þann 11. júlí, viku eftir atvikið. Síðar hafi hann þó fengið þær upplýsingar að nefndinni hafi ekki borist tilkynningin fyrr en 29. ágúst. Hann hefur engar skýringar fengið á þessari töf.Samkvæmt reglugerð um nefndina á hún að hraða málum eins og hægt er og að jafnaði ljúka meðferð þess innan mánaðar frá því að tilkynning er móttekin. Frá því að nefndinni barst tilkynningin eru nú liðnir fjórir mánuðir. Einu svörin sem Atli hefur fengið er að nefndin hafi ekki getað tekið málið til meðferðar vegna anna. Atli segir að ástæðan fyrir því að hann hafi tilkynnt þetta til nefndarinnar sé einföld. Hann vilji vita hvort lögreglan megi koma fram á þann hátt við borgarana og hann segir lögreglumanninn hafa komið fram við sig. „Það er bara það sem mig langar að vita. Má þetta?“ Lögreglan segist líta málið alvarlegum augum Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna málsins sem birt var í dag eftir að Stundin fjallaði um mál Atla í gær segir að lögreglan líti það ávallt alvarlegum augum þegar kvartað er undan meintu harðræði lögreglumanns. Gögnum hafi verið safnað og sent til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. „Vegna umfjöllunar um mál karlmanns á þrítugsaldri, sem kvartaði undan meintu harðræði lögreglumanns sl. sumar, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún lítur slík tilvik ávallt alvarlegum augum. Eftir að kvörtun mannsins barst í júlí 2019 tók við hefðbundið verklag embættisins þar sem öllum gögnum málsins, m.a. upptökum úr myndavélum, var safnað saman og þau send nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í lok ágúst 2019.“
Lögreglan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira