Landsliðið treystir á velvild félaganna varðandi æfingartíma: „Bagalegt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2020 20:00 Staðan er ekki góð hvað varðar æfingartíma fyrir íslenska landsliðið. vísir/skjáskot Landsliðið í handbolta flýgur í kvöld til Svíþjóðar og spilar fyrsta leikinn gegn Dönum á laugardag. Aðstöðuleysi hefur háð undirbúningi liðsins og liðið þarf að biðla til íþróttafélaga um æfingaaðstöðu. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það sem hefur háð okkur mikið er að við eigum ekki aðstöðu,“ sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum háðir félögunum okkar að skaffa okkur æfingartíma. Það hefur orðið til þess valdandi að við höfum ekki æft á þeim tímum sem við viljum.“ „Það er bagalegt. Það er hræðilegt að hugsa til þess að við séum á leiðinni á stórtmót aðstæðulausir. Við erum háðir velvild annarra um hvenær við getum æft og hvort við getum æft.“ Róbert segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni. „Að öðru leyti hefur þetta gengið vel en þetta er árlegt vandamál hjá okkur. Við erum að gefa út æfingarplönin seint því félögin eru að redda okkur tímum.“ „Við erum að leita til þeirra að komast inn í þeirra hús og oft á tíðum geta þau svarað okkur seint út frá þeirra skipulagi. Þetta er árlegt vandamál sem verður verra og verra.“ Oft hefur verið rætt um fjárhagsstöðu HSÍ en Róbert segir hana í fínum málum í dag. „Þetta er alltaf barningur en við erum ágætlega staddir. Það hefur komið aukning úr afrekssjóði og við eigum velvild nokkurra fyrirtækja sem styðja okkur vel. Við erum alltaf að leita en þetta sleppur til,“ sagði Róbert. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en Vísir og Stöð 2 fylgja landsliðinu hvert fótmál í Svíþjóð og færir helstu fréttir af liðinu. Klippa: Aðstöðuvandamál HSÍ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Landsliðið í handbolta flýgur í kvöld til Svíþjóðar og spilar fyrsta leikinn gegn Dönum á laugardag. Aðstöðuleysi hefur háð undirbúningi liðsins og liðið þarf að biðla til íþróttafélaga um æfingaaðstöðu. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Það sem hefur háð okkur mikið er að við eigum ekki aðstöðu,“ sagði Róbert í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum háðir félögunum okkar að skaffa okkur æfingartíma. Það hefur orðið til þess valdandi að við höfum ekki æft á þeim tímum sem við viljum.“ „Það er bagalegt. Það er hræðilegt að hugsa til þess að við séum á leiðinni á stórtmót aðstæðulausir. Við erum háðir velvild annarra um hvenær við getum æft og hvort við getum æft.“ Róbert segir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni. „Að öðru leyti hefur þetta gengið vel en þetta er árlegt vandamál hjá okkur. Við erum að gefa út æfingarplönin seint því félögin eru að redda okkur tímum.“ „Við erum að leita til þeirra að komast inn í þeirra hús og oft á tíðum geta þau svarað okkur seint út frá þeirra skipulagi. Þetta er árlegt vandamál sem verður verra og verra.“ Oft hefur verið rætt um fjárhagsstöðu HSÍ en Róbert segir hana í fínum málum í dag. „Þetta er alltaf barningur en við erum ágætlega staddir. Það hefur komið aukning úr afrekssjóði og við eigum velvild nokkurra fyrirtækja sem styðja okkur vel. Við erum alltaf að leita en þetta sleppur til,“ sagði Róbert. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en Vísir og Stöð 2 fylgja landsliðinu hvert fótmál í Svíþjóð og færir helstu fréttir af liðinu. Klippa: Aðstöðuvandamál HSÍ
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Íslenska liðið flýgur fyrr út á EM vegna veðurs Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var. 8. janúar 2020 17:05
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita