Lítið sem ekkert ferðaveður á morgun í suðvestan hríðarbyl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 21:30 Vindaspáin klukkan sex í fyrramálið en lítið sem ekkert ferðaveður verður á stórum hluta landsins fram yfir hádegi á morgun. Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun. Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum í nótt og í fyrramálið ef frá eru talin Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Appelsínugular viðvaranir taka gildi klukkan tvö í nótt á Vestfjörðum og Breiðafirði og eru viðvarandi til klukkan 18 annað kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið byrji að versna fljótlega upp úr miðnætti á Vestfjörðum. Hvassast verði á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt og fram eftir morgundeginum. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu, éljagangi og skafrenningi. Eiríkur segir töluverða ofankomu fylgja lægðinni. „Skyggni er fljótt að spillast í svona miklum vind og svona mikilli ofankomu og þá eins versnar færð mjög hratt,“ segir Eiríkur. Það megi því gera ráð fyrir að fjallvegir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum lokist og alls ekki ólíklegt að ófært verði einnig á fjallvegum í þeim landshlutum þar sem gular viðvaranir verða í gildi, það er á Ströndum og Norðurlandi vestra, Faxaflóa og Suðurlandi. Þá verður gul viðvörun einnig í gildi á miðhálendinu. Alls staðar er varað við hríðarveðri. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis á morgun: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum taka appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18 annað kvöld: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15 á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Samgöngur Veður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun. Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum í nótt og í fyrramálið ef frá eru talin Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Appelsínugular viðvaranir taka gildi klukkan tvö í nótt á Vestfjörðum og Breiðafirði og eru viðvarandi til klukkan 18 annað kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið byrji að versna fljótlega upp úr miðnætti á Vestfjörðum. Hvassast verði á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt og fram eftir morgundeginum. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu, éljagangi og skafrenningi. Eiríkur segir töluverða ofankomu fylgja lægðinni. „Skyggni er fljótt að spillast í svona miklum vind og svona mikilli ofankomu og þá eins versnar færð mjög hratt,“ segir Eiríkur. Það megi því gera ráð fyrir að fjallvegir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum lokist og alls ekki ólíklegt að ófært verði einnig á fjallvegum í þeim landshlutum þar sem gular viðvaranir verða í gildi, það er á Ströndum og Norðurlandi vestra, Faxaflóa og Suðurlandi. Þá verður gul viðvörun einnig í gildi á miðhálendinu. Alls staðar er varað við hríðarveðri. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis á morgun: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum taka appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18 annað kvöld: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15 á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Samgöngur Veður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira