Ósáttur Mane fékk ekki að fljúga til Senegal Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 09:00 Sadio Mane með verðlaunin. vísir/getty Sadio Mane er mættur aftur til æfinga hjá Liverpool eftir að hafa verið viðstaddur verðlaunahátíðina í Afríku á þriðjudagskvöldið þar sem hann var valinn knattspyrnumaður Afríku. Mane hafði betur gegn samherja sínum hjá Liverpool, Mo Salah, sem og leikmanni Englandsmeistara Manchester City, Riyhad Mahrez. Verðlaunahátíðin fór fram í Egyptalandi á þriðjudagskvöldið og vonaðist Mane til að geta farið til Senegal og fagnað áður en hann héldi til Englands á ný. Svo var aldeilis ekki. „Dagskrá mín var að fara til Senegal fyrst og þakka þeim fyrir allt sem fólkið hefur gefið mér á þessari leið minni en því miður gat ég ekki heimsótt þjóð mína,“ sagði Mane. Flugvél sem Mane ferðaðist í fékk ekki tilskilin leyfi til þess að fljúga yfir Túnis og því var haldið strax til Englands. Sadio Mane has arrived back at Liverpool early after missing his own party in Senegal to celebrate winning the African Player of the Year award due to travel disruption.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2020 „Núna er það stórleikur sem bíður okkar gegn Tottenham um helgina og sem ég ætla að vera tilbúinn í en það er satt að ég er ósáttur að geta ekki snúið aftur heim og þakkað ykkur vegna vandamála sem eru út fyrir okkar svið.“ „Ég mun snúa til baka til Senegal sem fyrst því þið þetta er mér mjög mikilvægt. Ég mun aldrei gleyma hvað þið gerðuð fyrir mig, allir sem trúðu á mig og allir sem gáfu mér tækifæri á að spila fótbolta.“ Mane er fyrsti Senegalinn til þess að vinna verðlaunin síðan El Hadji Diouf vann þau árið 2002. People in Sadio Mane's village, Bambaly in Senegal watching him win the 2019 CAF African Footballer of the Year award. He built a school in his village worth €270,000, a hospital & a stadium for his people. He gives each family £70 monthly & also provides free clothes to kids. pic.twitter.com/mkEOSwK5pX— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) January 8, 2020 Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Sadio Mane er mættur aftur til æfinga hjá Liverpool eftir að hafa verið viðstaddur verðlaunahátíðina í Afríku á þriðjudagskvöldið þar sem hann var valinn knattspyrnumaður Afríku. Mane hafði betur gegn samherja sínum hjá Liverpool, Mo Salah, sem og leikmanni Englandsmeistara Manchester City, Riyhad Mahrez. Verðlaunahátíðin fór fram í Egyptalandi á þriðjudagskvöldið og vonaðist Mane til að geta farið til Senegal og fagnað áður en hann héldi til Englands á ný. Svo var aldeilis ekki. „Dagskrá mín var að fara til Senegal fyrst og þakka þeim fyrir allt sem fólkið hefur gefið mér á þessari leið minni en því miður gat ég ekki heimsótt þjóð mína,“ sagði Mane. Flugvél sem Mane ferðaðist í fékk ekki tilskilin leyfi til þess að fljúga yfir Túnis og því var haldið strax til Englands. Sadio Mane has arrived back at Liverpool early after missing his own party in Senegal to celebrate winning the African Player of the Year award due to travel disruption.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 9, 2020 „Núna er það stórleikur sem bíður okkar gegn Tottenham um helgina og sem ég ætla að vera tilbúinn í en það er satt að ég er ósáttur að geta ekki snúið aftur heim og þakkað ykkur vegna vandamála sem eru út fyrir okkar svið.“ „Ég mun snúa til baka til Senegal sem fyrst því þið þetta er mér mjög mikilvægt. Ég mun aldrei gleyma hvað þið gerðuð fyrir mig, allir sem trúðu á mig og allir sem gáfu mér tækifæri á að spila fótbolta.“ Mane er fyrsti Senegalinn til þess að vinna verðlaunin síðan El Hadji Diouf vann þau árið 2002. People in Sadio Mane's village, Bambaly in Senegal watching him win the 2019 CAF African Footballer of the Year award. He built a school in his village worth €270,000, a hospital & a stadium for his people. He gives each family £70 monthly & also provides free clothes to kids. pic.twitter.com/mkEOSwK5pX— Africa Facts Zone (@AfricaFactsZone) January 8, 2020
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira