Niklas Landin, markvörður og fyrirliði danska landsliðsins í handbolta, segir að Danir séu klárir í slaginn fyrir EM.
Danska liðið hefur spilað vel í aðdraganda EM. Liðið hafði betur gegn bæði Noregi og Frakklandi í Gulldeildinni svokölluðu sem er æfingamót haldið í janúar hvert ár.
Danir eru í riðli með okkur Íslendingum og mætast liðin einmitt í fyrsta leiknum á laugardag.
„Mér finnst við líta vel út. Þetta voru tveir mjög góðir æfingaleikir fyrir okkur,“ sagði Landin við TV2 Sport í Danmörku.
Niklas Landin inden EM: Jeg synes, vi står godt - https://t.co/e3CJFVkv0Dpic.twitter.com/EbICdV5BzZ
— HBOLD.dk (@HBOLDdk) January 8, 2020
„Við spiluðum gegn tveimur af bestu þjóðum í heimi og unnið þau bæði. Við höfum líka ekki spilað á fáum mönnum.“
„Við höfum prufað fullt af leikmönnum,“ en ásamt Íslandi og Danmörku eru Ungverjar og Rússar í riðlinum.
Riðillinn fer fram í Malmö en Danir eru bæði heims- og Ólympíumeistarar. Þeir leita því eftir þriðja titlinum til að fullkomna hringinn.
Denmark is currently holding the Olympic and World championship titles. Can @dhf_haandbold add a third one to their collection?https://t.co/n0bsxA1i4e
— EHF EURO (@EHFEURO) January 7, 2020