Handbolti

Læri­­sveinar Erlings héldu í við Þýska­land í 45 mínútur í fraum­rauninni | Gens­heimer sá rautt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Baráttan var mikil í kvöld.
Baráttan var mikil í kvöld. vísir/epa

Þjóðverjar eru komnir á blað á Evrópumótinu í handbolta sem hófst í dag en þeir unnu x marka sigur á Hollendingum, 34-23, er EM 2020 fór af stað.

Liðin leika í C-riðlinum ásamt Lettlandi og Spáni en þau eigast við síðar í kvöld. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollands sem er að leika á sínu fyrsta stórmóti í sögunni.

Þjóðverjarnir voru sterkari í fyrri hálfleik en þeir leiddu með tveimur mörkum, 15-13, eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik.







Fyrri hálfleikurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því Uwe Gensheimer fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðung. Rauða spjaldið fékk hann fyrir að kasta beint í andlitið á markverði Hollendinga úr vítakasti.







Hollendingar héldu í við Þjóðverjanna fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik en svo skildu leiðir. Þeir þýsku breyttu stöðunni úr 22-19 í 29-19.

Þeir höfðu svo betur að endingu með ellefu mörkum en lokatölur urðu 34-23.

Jannk Kohlbacher og Kai Hafner voru markahæstir í liði Þýskaland með fimm mörk hvor. Kay Smits gerði sjö mörk fyrir Holland.







Í A-riðlinum áttust við Hvíta-Rússland og Serbía. Hvíta-Rússland hafði betur 35-29 eftir að hafa verið 16-15 yfir í hálfleik.

Artsem Karalek gerði níu mörk fyrir Hvít-Rússa en Bogdan Radivojevic var markahæstur hjá Serbíu með sex mörk.

Í riðlinum eru einnig Króatía og Svartfjallaland en þau mætast í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×