Það styttist í að jarða þurfi Reykvíkinga í Kópavogi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 14. ágúst 2020 11:00 Ég er borin og barnfæddur Reykvíkingur og þegar ég er öll vil ég vera jarðsett í Reykjavík og hvergi annars staðar. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma í þættinum Morgunvaktinni í vikunni varð ég hugsi. Þar kom fram að lengi hefur verið ljóst að grafarsvæði í Reykjavík munu brátt klárast og ekki verði til skiki til að jarða í Reykjavík. Leita verður á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistin á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið lappirnar í að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Útsvarsfé borgarbúa hefur farið í aðrar framkvæmdir en að byggja nýjan kirkjugarð. Í máli forstjórans kom fram að lengi hafi verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en að brösuglega hafi gengið að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Það er bagalegt að borgin skuli hunsa þetta tímabæra verkefni þegar ljóst er hve skammur tími er til stefnu þar til grafarsvæði í borginni klárast. Einnig kom fram í viðtalinu að mikið vanti af fjármunum til að viðhalda eldri kirkjugörðum og þá sérstaklega Hólavallakirkjugarði. Eftir hrun hafi verið skorið hressilega niður hjá kirkjugarðsumdæmunum og aldrei hafi sá niðurskurður gengið til baka þrátt fyrir góðærisárin undanfarið. Hætta er á að Hólavallakirkjugarður fari að drabbast niður og eldri leiði að skemmast ef ekki verði gripið inn í. Til að vekja athygli á þessu og ýta við borgar- og skipulagsyfirvöldum lagði Flokkur fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í vikunni sem hljóðar svo: Í Reykjavík hafa borgar- og skipulagsyfirvöld sýnt getuleysi þegar kemur að þessum málaflokki. Það líður að því að plássin fyrir kistur í Gufuneskirkjugarði klárist en reiknað er með plássi fyrir kistur í mesta lagi 3-4 ár í viðbót og þá þarf að fara að jarða Reykvíkinga í kirkjugarðinum í Kópavogi. Kirkjugarðurinn við Úlfarsfell hefur lengi verið í undirbúningi. Skipulagsyfirvöld hafa dregið það árum saman að hefja framkvæmdir. Ítrekað hefur skipulagsyfirvöldum verið gert ljóst að brýn þörf er á nýjum grafarsvæðum og að hraða þurfi framkvæmdum á kirkjugarðinum við Úlfarsfell en skipulagsyfirvöld hafa látið málið sem vind um eyru þjóta. Það er miður að borgaryfirvöld sjái ekki nauðsyn þess að fullklára kirkjugarð þar sem Reykvíkingar sem óska þess að vera jarðaðir í kistu fái að hvíla. Fulltrúi Flokks fólksins leggur auk þess til að gert verði átak í Hólavallagarði en honum þarf að halda betur við en gert hefur verið. Aðeins hluti garðsins hefur verið tekinn í gegn en annar hluti hans er að grotna niður. Skipulagsyfirvöld borgarinnar hafa til margra ára ekki sýnt Hólavallagarði nægjanlega virðingu og ekki úthlutað til hans nauðsynlegum fjármunum til að halda honum við. Ég vona innilega að tillaga þessi verði hvatning fyrir skipulagsyfirvöld Reykjavíkur að bretta upp ermarnar og setja framkvæmdir á kirkjugarðinum við Úlfarsfell í forgang. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Kirkjugarðar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég er borin og barnfæddur Reykvíkingur og þegar ég er öll vil ég vera jarðsett í Reykjavík og hvergi annars staðar. Eftir að hafa hlustað á viðtal við forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma í þættinum Morgunvaktinni í vikunni varð ég hugsi. Þar kom fram að lengi hefur verið ljóst að grafarsvæði í Reykjavík munu brátt klárast og ekki verði til skiki til að jarða í Reykjavík. Leita verður á náðir Kópavogsbæjar til að fá pláss þegar tilvistin á þessari jörðu lýkur. Ástæðan er sú að borgar- og skipulagsyfirvöld hafa dregið lappirnar í að fullklára nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell. Útsvarsfé borgarbúa hefur farið í aðrar framkvæmdir en að byggja nýjan kirkjugarð. Í máli forstjórans kom fram að lengi hafi verið uppi áform um að byggja nýjan kirkjugarð við Úlfarsfell en að brösuglega hafi gengið að fá Reykjavíkurborg til að setja verkefnið í forgang. Það er bagalegt að borgin skuli hunsa þetta tímabæra verkefni þegar ljóst er hve skammur tími er til stefnu þar til grafarsvæði í borginni klárast. Einnig kom fram í viðtalinu að mikið vanti af fjármunum til að viðhalda eldri kirkjugörðum og þá sérstaklega Hólavallakirkjugarði. Eftir hrun hafi verið skorið hressilega niður hjá kirkjugarðsumdæmunum og aldrei hafi sá niðurskurður gengið til baka þrátt fyrir góðærisárin undanfarið. Hætta er á að Hólavallakirkjugarður fari að drabbast niður og eldri leiði að skemmast ef ekki verði gripið inn í. Til að vekja athygli á þessu og ýta við borgar- og skipulagsyfirvöldum lagði Flokkur fólksins fram tillögu á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur í vikunni sem hljóðar svo: Í Reykjavík hafa borgar- og skipulagsyfirvöld sýnt getuleysi þegar kemur að þessum málaflokki. Það líður að því að plássin fyrir kistur í Gufuneskirkjugarði klárist en reiknað er með plássi fyrir kistur í mesta lagi 3-4 ár í viðbót og þá þarf að fara að jarða Reykvíkinga í kirkjugarðinum í Kópavogi. Kirkjugarðurinn við Úlfarsfell hefur lengi verið í undirbúningi. Skipulagsyfirvöld hafa dregið það árum saman að hefja framkvæmdir. Ítrekað hefur skipulagsyfirvöldum verið gert ljóst að brýn þörf er á nýjum grafarsvæðum og að hraða þurfi framkvæmdum á kirkjugarðinum við Úlfarsfell en skipulagsyfirvöld hafa látið málið sem vind um eyru þjóta. Það er miður að borgaryfirvöld sjái ekki nauðsyn þess að fullklára kirkjugarð þar sem Reykvíkingar sem óska þess að vera jarðaðir í kistu fái að hvíla. Fulltrúi Flokks fólksins leggur auk þess til að gert verði átak í Hólavallagarði en honum þarf að halda betur við en gert hefur verið. Aðeins hluti garðsins hefur verið tekinn í gegn en annar hluti hans er að grotna niður. Skipulagsyfirvöld borgarinnar hafa til margra ára ekki sýnt Hólavallagarði nægjanlega virðingu og ekki úthlutað til hans nauðsynlegum fjármunum til að halda honum við. Ég vona innilega að tillaga þessi verði hvatning fyrir skipulagsyfirvöld Reykjavíkur að bretta upp ermarnar og setja framkvæmdir á kirkjugarðinum við Úlfarsfell í forgang. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun