Kalla eftir ábendingum frá næmum Akureyringum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 21:11 Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta. Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta.
Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira