Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 11:58 Breiðablik leikur í forkeppni Evrópudeildar eftir að hafa orðið í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrra. VÍSIR/VILHELM Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. Breiðablik dróst í gær gegn Rosenborg í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Síðar í gær lagði landslæknisembættið í Noregi svo til að að Ísland yrði ásamt fleiri löndum sett á rauðan lista í Noregi, sem myndi þýða að íslenskir ferðamenn þyrftu að fara í tíu daga sóttkví við komu til Noregs. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, breytti tilhögun forkeppni Evrópudeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og er því aðeins leikinn einn leikur í hverju einvígi, en ekki heima- og útileikur. Dregið var um hvort leikur Rosenborg og Breiðabliks færi fram í Noregi eða á Íslandi. Í sérstakri reglugerð vegna Evrópuleikja á tímum faraldursins setur UEFA ábyrgðina á að leikir geti farið fram í hendur heimaliðsins. Það er því á ábyrgð Rosenborg að tryggja að leikurinn við Breiðablik geti farið fram, og Blikar þurfa ekki að mæta fyrr til Noregs en tveimur dögum fyrir leikinn sem fram á að fara 27. ágúst. „Við teljum allar líkur á að leikurinn fari fram á Lerkendal [heimavelli Rosenborg],“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi. Leikið í öðru landi eða Blikum úrskurðaður sigur? Rosenborg gaf Lerkendal upp sem heimavöll fyrir leikinn í svari til UEFA, sem veita varð innan við sólarhring eftir dráttinn í gær. Sá möguleiki er til staðar að leikurinn verði færður á hlutlausan völl í landi utan Noregs, en ef leikurinn getur ekki farið fram verður Breiðabliki úrskurðaður 3-0 sigur og liðið kemst áfram í næstu umferð. „Við eigum símafund með forráðamönnum Rosenborg á morgun og viljum gefa þeim svigrúm til að skoða þessi mál. Við búum okkur undir að spila í Noregi,“ segir Sigurður. Fá 6,4 milljónir vegna ferðalags og verða að fara í próf UEFA veitir gestaliðum sérstakan styrk upp á 40.000 evrur, jafnvirði 6,4 milljóna króna, til að ferðast í leiki. Ekki veitir af en íslensku liðin (auk Breiðabliks eru það KR og Víkingur R.) þurfa að leigja sér flugvélar til að komast í sína Evrópuleiki. Blikar áætla að fljúga til Noregs 25. ágúst og heim aftur á leikdegi, tveimur sólarhringum síðar. Samkvæmt reglum UEFA þurfa allir sem ferðast í leikinn að fara í kórónuveirupróf áður en flogið er af stað. Miðað við núgildandi reglur þyrftu Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands frá Noregi. Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. Breiðablik dróst í gær gegn Rosenborg í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Síðar í gær lagði landslæknisembættið í Noregi svo til að að Ísland yrði ásamt fleiri löndum sett á rauðan lista í Noregi, sem myndi þýða að íslenskir ferðamenn þyrftu að fara í tíu daga sóttkví við komu til Noregs. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, breytti tilhögun forkeppni Evrópudeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og er því aðeins leikinn einn leikur í hverju einvígi, en ekki heima- og útileikur. Dregið var um hvort leikur Rosenborg og Breiðabliks færi fram í Noregi eða á Íslandi. Í sérstakri reglugerð vegna Evrópuleikja á tímum faraldursins setur UEFA ábyrgðina á að leikir geti farið fram í hendur heimaliðsins. Það er því á ábyrgð Rosenborg að tryggja að leikurinn við Breiðablik geti farið fram, og Blikar þurfa ekki að mæta fyrr til Noregs en tveimur dögum fyrir leikinn sem fram á að fara 27. ágúst. „Við teljum allar líkur á að leikurinn fari fram á Lerkendal [heimavelli Rosenborg],“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi. Leikið í öðru landi eða Blikum úrskurðaður sigur? Rosenborg gaf Lerkendal upp sem heimavöll fyrir leikinn í svari til UEFA, sem veita varð innan við sólarhring eftir dráttinn í gær. Sá möguleiki er til staðar að leikurinn verði færður á hlutlausan völl í landi utan Noregs, en ef leikurinn getur ekki farið fram verður Breiðabliki úrskurðaður 3-0 sigur og liðið kemst áfram í næstu umferð. „Við eigum símafund með forráðamönnum Rosenborg á morgun og viljum gefa þeim svigrúm til að skoða þessi mál. Við búum okkur undir að spila í Noregi,“ segir Sigurður. Fá 6,4 milljónir vegna ferðalags og verða að fara í próf UEFA veitir gestaliðum sérstakan styrk upp á 40.000 evrur, jafnvirði 6,4 milljóna króna, til að ferðast í leiki. Ekki veitir af en íslensku liðin (auk Breiðabliks eru það KR og Víkingur R.) þurfa að leigja sér flugvélar til að komast í sína Evrópuleiki. Blikar áætla að fljúga til Noregs 25. ágúst og heim aftur á leikdegi, tveimur sólarhringum síðar. Samkvæmt reglum UEFA þurfa allir sem ferðast í leikinn að fara í kórónuveirupróf áður en flogið er af stað. Miðað við núgildandi reglur þyrftu Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands frá Noregi.
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Sjá meira
Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56
Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15