Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 11:58 Breiðablik leikur í forkeppni Evrópudeildar eftir að hafa orðið í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrra. VÍSIR/VILHELM Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. Breiðablik dróst í gær gegn Rosenborg í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Síðar í gær lagði landslæknisembættið í Noregi svo til að að Ísland yrði ásamt fleiri löndum sett á rauðan lista í Noregi, sem myndi þýða að íslenskir ferðamenn þyrftu að fara í tíu daga sóttkví við komu til Noregs. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, breytti tilhögun forkeppni Evrópudeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og er því aðeins leikinn einn leikur í hverju einvígi, en ekki heima- og útileikur. Dregið var um hvort leikur Rosenborg og Breiðabliks færi fram í Noregi eða á Íslandi. Í sérstakri reglugerð vegna Evrópuleikja á tímum faraldursins setur UEFA ábyrgðina á að leikir geti farið fram í hendur heimaliðsins. Það er því á ábyrgð Rosenborg að tryggja að leikurinn við Breiðablik geti farið fram, og Blikar þurfa ekki að mæta fyrr til Noregs en tveimur dögum fyrir leikinn sem fram á að fara 27. ágúst. „Við teljum allar líkur á að leikurinn fari fram á Lerkendal [heimavelli Rosenborg],“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi. Leikið í öðru landi eða Blikum úrskurðaður sigur? Rosenborg gaf Lerkendal upp sem heimavöll fyrir leikinn í svari til UEFA, sem veita varð innan við sólarhring eftir dráttinn í gær. Sá möguleiki er til staðar að leikurinn verði færður á hlutlausan völl í landi utan Noregs, en ef leikurinn getur ekki farið fram verður Breiðabliki úrskurðaður 3-0 sigur og liðið kemst áfram í næstu umferð. „Við eigum símafund með forráðamönnum Rosenborg á morgun og viljum gefa þeim svigrúm til að skoða þessi mál. Við búum okkur undir að spila í Noregi,“ segir Sigurður. Fá 6,4 milljónir vegna ferðalags og verða að fara í próf UEFA veitir gestaliðum sérstakan styrk upp á 40.000 evrur, jafnvirði 6,4 milljóna króna, til að ferðast í leiki. Ekki veitir af en íslensku liðin (auk Breiðabliks eru það KR og Víkingur R.) þurfa að leigja sér flugvélar til að komast í sína Evrópuleiki. Blikar áætla að fljúga til Noregs 25. ágúst og heim aftur á leikdegi, tveimur sólarhringum síðar. Samkvæmt reglum UEFA þurfa allir sem ferðast í leikinn að fara í kórónuveirupróf áður en flogið er af stað. Miðað við núgildandi reglur þyrftu Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands frá Noregi. Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. Breiðablik dróst í gær gegn Rosenborg í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Síðar í gær lagði landslæknisembættið í Noregi svo til að að Ísland yrði ásamt fleiri löndum sett á rauðan lista í Noregi, sem myndi þýða að íslenskir ferðamenn þyrftu að fara í tíu daga sóttkví við komu til Noregs. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, breytti tilhögun forkeppni Evrópudeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og er því aðeins leikinn einn leikur í hverju einvígi, en ekki heima- og útileikur. Dregið var um hvort leikur Rosenborg og Breiðabliks færi fram í Noregi eða á Íslandi. Í sérstakri reglugerð vegna Evrópuleikja á tímum faraldursins setur UEFA ábyrgðina á að leikir geti farið fram í hendur heimaliðsins. Það er því á ábyrgð Rosenborg að tryggja að leikurinn við Breiðablik geti farið fram, og Blikar þurfa ekki að mæta fyrr til Noregs en tveimur dögum fyrir leikinn sem fram á að fara 27. ágúst. „Við teljum allar líkur á að leikurinn fari fram á Lerkendal [heimavelli Rosenborg],“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi. Leikið í öðru landi eða Blikum úrskurðaður sigur? Rosenborg gaf Lerkendal upp sem heimavöll fyrir leikinn í svari til UEFA, sem veita varð innan við sólarhring eftir dráttinn í gær. Sá möguleiki er til staðar að leikurinn verði færður á hlutlausan völl í landi utan Noregs, en ef leikurinn getur ekki farið fram verður Breiðabliki úrskurðaður 3-0 sigur og liðið kemst áfram í næstu umferð. „Við eigum símafund með forráðamönnum Rosenborg á morgun og viljum gefa þeim svigrúm til að skoða þessi mál. Við búum okkur undir að spila í Noregi,“ segir Sigurður. Fá 6,4 milljónir vegna ferðalags og verða að fara í próf UEFA veitir gestaliðum sérstakan styrk upp á 40.000 evrur, jafnvirði 6,4 milljóna króna, til að ferðast í leiki. Ekki veitir af en íslensku liðin (auk Breiðabliks eru það KR og Víkingur R.) þurfa að leigja sér flugvélar til að komast í sína Evrópuleiki. Blikar áætla að fljúga til Noregs 25. ágúst og heim aftur á leikdegi, tveimur sólarhringum síðar. Samkvæmt reglum UEFA þurfa allir sem ferðast í leikinn að fara í kórónuveirupróf áður en flogið er af stað. Miðað við núgildandi reglur þyrftu Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands frá Noregi.
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56
Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15