Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 20:27 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi frá 1994, virðist hafa náð endurkjöri og það örugglega. AP/Nikolai Petrov/BeITA Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Útönguspár ríkisrekinna fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi sýna fram á yfirburðasigur Lúkasjenkó sem hefur þó sjaldan fengið jafn mikla keppni. Lúkasjendko, sem hefur stýrt landinu í 26 ár, hlýtur samkvæmt útgönguspám 79,7% greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans, Svetlana Tíkanovskaja er sögð hljóta 6,8% atkvæða. Lukasjenkó hefur setið við völd í Mínsk frá árinu 1994 en hefur sjaldnast fengið alvöru mótspyrnu í forsetakosningum. Síðast þegar Hvítrússar gengu til atkvæða hlaut forsetinn 83,5% atkvæða. Stjórn hans hefur þó verið harðlega gagnrýnd undanfarið og hefur örlað á óvild í hans garð. Helsti mótframbjóðandi hans í ár, kennarinn Svetlana Tíkanovskaja, steig í skarðið sem myndaðist þegar eiginmanni hennar var meinað að bjóða sig fram. Hún ásamt tveimur öðrum konum Maríu Kolesníkóvu og Veroniku Tsjepkaló , sem höfðu starfað við framboð annarra frambjóðanda, mynduðu sterkt teymi sem þótt njóta nokkurs fylgis fyrir kosningarnar. #Belarus: anti-#Lukashenko protest in the town of Molodechno tonight. pic.twitter.com/mJbwKnMmQi— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 Andstæðingar Lúkasjenkó sögðu fyrir kosningarnar að búist væri við því að svindlað yrði í kosningunum og myndu fulltrúar stjórnarandstöðunnar einnig telja atkvæði til þess að forðast svindl fylgismanna forsetans. Þegar hefur komið til átaka á milli lögreglu og andstæðinga Lúkasjenkó á götum Mínsk og mótmælt er víðar. #BREAKING Clashes reported in #Belarus capital as anti-Lukashneko dispute elections resultshttps://t.co/FbI7fZI9HQ— Guy Elster (@guyelster) August 9, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Útönguspár ríkisrekinna fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi sýna fram á yfirburðasigur Lúkasjenkó sem hefur þó sjaldan fengið jafn mikla keppni. Lúkasjendko, sem hefur stýrt landinu í 26 ár, hlýtur samkvæmt útgönguspám 79,7% greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans, Svetlana Tíkanovskaja er sögð hljóta 6,8% atkvæða. Lukasjenkó hefur setið við völd í Mínsk frá árinu 1994 en hefur sjaldnast fengið alvöru mótspyrnu í forsetakosningum. Síðast þegar Hvítrússar gengu til atkvæða hlaut forsetinn 83,5% atkvæða. Stjórn hans hefur þó verið harðlega gagnrýnd undanfarið og hefur örlað á óvild í hans garð. Helsti mótframbjóðandi hans í ár, kennarinn Svetlana Tíkanovskaja, steig í skarðið sem myndaðist þegar eiginmanni hennar var meinað að bjóða sig fram. Hún ásamt tveimur öðrum konum Maríu Kolesníkóvu og Veroniku Tsjepkaló , sem höfðu starfað við framboð annarra frambjóðanda, mynduðu sterkt teymi sem þótt njóta nokkurs fylgis fyrir kosningarnar. #Belarus: anti-#Lukashenko protest in the town of Molodechno tonight. pic.twitter.com/mJbwKnMmQi— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 Andstæðingar Lúkasjenkó sögðu fyrir kosningarnar að búist væri við því að svindlað yrði í kosningunum og myndu fulltrúar stjórnarandstöðunnar einnig telja atkvæði til þess að forðast svindl fylgismanna forsetans. Þegar hefur komið til átaka á milli lögreglu og andstæðinga Lúkasjenkó á götum Mínsk og mótmælt er víðar. #BREAKING Clashes reported in #Belarus capital as anti-Lukashneko dispute elections resultshttps://t.co/FbI7fZI9HQ— Guy Elster (@guyelster) August 9, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira