Mikilvægt að fólk átti sig á hve staðan sé alvarleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 14:26 Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Forsætisráðherra telur að gripið verði til hertra og slakari aðgerða á víxl næstu mánuði og jafnvel lengur. Ekki liggur fyrir hvort gripið verði til hertra aðgerða en ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fyrirkomulag um skimun á landamærum verði óbreytt. Í morgun var greint frá því að sautján innanlandssmit og þrjú smit á landamærum hafi greinst síðasta sólarhringinn. Fleiri innanlandssmit hafa ekki greinst hér á landi í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. „Já, þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi en að einhverju leiti viðbúin því við sjáum bara á heimsvísu að faraldurinn er í vexti um heim allan,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segist vona að fólk átti sig á því hve mikilvægt sé að fylgja sóttvarnarreglum sem tóku gildi fyrir rúmri viku síðan. Árangurinn muni hins vegar ekki sjást strax, en talað er um að um tvær vikur þurfi til að sjá árangur aðgerðanna. Hún vonist þó til að þær beri tilsettan árangur. „Ég held að við séum öll að átta okkur á því að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur sem hafa verið settar, um tveggja metra regluna, hundrað manna hámark og að fólk viðhafi ítrustu sóttvarnarráðstafanir sín á milli.“ Er hættulegt að bíða með frekari takmarkanir? „Þarna þurfum við að hlusta á okkar vísindafólk og það er það sem við höfum verið að gera allan þennan faraldur, frá því snemma á þessu ári. Við erum í stöðugu samtali við okkar vísindafólk, að vega og meta valkosti,“ segir Katrín. Vel geti verið að til þess komi að boða þurfi hertar aðgerðir en mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra hverju sinni en þörf er á. „Við munum vera í þeim aðstæðum að þurfa að herða og slaka aðgerðum á næstu mánuðum og jafnvel misserum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41 Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Sjá meira
Kórónuveirusmit hjá Samgöngustofu Einn starfsmaður Samgöngustofu greindist með kórónuveiruna í gær. 7. ágúst 2020 13:41
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Fjölgun smita mikið áhyggjuefni Heilbrigðisráðherra segir fjölgun kórónuveirusmitaðra hér á landi mikið áhyggjuefni. Hún segist áfram fara eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis en segir áhrif hertra samkomutakmarkana, sem komið var á í síðustu viku, enn eiga eftir að koma í ljós. 7. ágúst 2020 12:40