Sport

Al­múginn fær ekki að hlaupa í Lundúnar­mara­þoninu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá maraþoninu á síðasta ári.
Frá maraþoninu á síðasta ári. vísir/getty

Forráðamenn Lundúnarmaraþonsins hafa gefið það út að ekkert verður af stóru hlaupi í ár og einungis „elítu hlauparar“ munu fá að hlaupa.

Kórónuveiran hefur haft sín áhrif á Englandi eins og annars staðar í heiminum og því hafa forráðamennirnir gefið út að ekkert verður úr stóru hlaupi í ár.

Ástæðan er fjöldatakmarkanir í Englandi og því verða bara helstu hlaupararnir sem fá að hlaupa í maraþoninu í ár sem fer fram 4. október.

Heimsmeistarinn Eliud Kipchoega verður í hlaupinu í ár sem og m.a. Kenenisa Bekele og fleiri reynslumiklir hlauparar.

Hin 45 þúsund sem hlaupa venjulega í hlaupinu, þar á meðal dágóður fjöldi af Íslendingum, verða því að minnsta kosti að bíða í eitt ár með að hlaupa í London-maraþoninu.

Þeir sem höfðu greitt fyrir þáttöku í hlaupinu í ár geta fært þáttökurétt sinn yfir til ársins 2021, 2022 eða 2023 án endurgjalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×