Segir ríkisstjórnina hafa farið of seint af stað gegn veirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 09:14 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa brugðist of seint við í baráttunni gegn kórónuveirunni nú í vikunni í pistli sem ber heitið „Hlauptu, hlunkur hlauptu“ og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þá segir hann stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar. „Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu. Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín,“ skrifar Benedikt. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina jafnframt fyrir seinagang í ákvarðanatöku um aðgerðir við kórónuveirunni nú í liðinni viku. Vel hafi þó tekist til í vor þegar vísindin réðu ferðinni, „en þekking á þessum vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita betur en sérfræðingarnir. Þessir sjálfskipuðu spekingar fengu heitið kóvitar í almennri umræðu,“ skrifar Benedikt. Þá rifjar hann upp Facebook-pistil sem Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, skrifaði í liðinni viku. Þar hafi hún gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að „þurfa marga fundi til að ræða einfaldan hlut.“ „Það eru meira en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef við erum óheppin, auka vikur í takmörkunum,“ segir í pistli Jóhönnu sem Benedikt vísar í. Hann segir að þegar loks hafi verið farið af stað hafi verið sett upp sýning með þremur ráðherrum, sem „greinilega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega enginn um hik og aðgerðarleysi,“ skrifar Benedikt. „Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa brugðist of seint við í baráttunni gegn kórónuveirunni nú í vikunni í pistli sem ber heitið „Hlauptu, hlunkur hlauptu“ og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þá segir hann stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar. „Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu. Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín,“ skrifar Benedikt. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina jafnframt fyrir seinagang í ákvarðanatöku um aðgerðir við kórónuveirunni nú í liðinni viku. Vel hafi þó tekist til í vor þegar vísindin réðu ferðinni, „en þekking á þessum vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita betur en sérfræðingarnir. Þessir sjálfskipuðu spekingar fengu heitið kóvitar í almennri umræðu,“ skrifar Benedikt. Þá rifjar hann upp Facebook-pistil sem Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, skrifaði í liðinni viku. Þar hafi hún gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að „þurfa marga fundi til að ræða einfaldan hlut.“ „Það eru meira en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef við erum óheppin, auka vikur í takmörkunum,“ segir í pistli Jóhönnu sem Benedikt vísar í. Hann segir að þegar loks hafi verið farið af stað hafi verið sett upp sýning með þremur ráðherrum, sem „greinilega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega enginn um hik og aðgerðarleysi,“ skrifar Benedikt. „Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira