Segir ríkisstjórnina hafa farið of seint af stað gegn veirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 09:14 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa brugðist of seint við í baráttunni gegn kórónuveirunni nú í vikunni í pistli sem ber heitið „Hlauptu, hlunkur hlauptu“ og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þá segir hann stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar. „Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu. Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín,“ skrifar Benedikt. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina jafnframt fyrir seinagang í ákvarðanatöku um aðgerðir við kórónuveirunni nú í liðinni viku. Vel hafi þó tekist til í vor þegar vísindin réðu ferðinni, „en þekking á þessum vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita betur en sérfræðingarnir. Þessir sjálfskipuðu spekingar fengu heitið kóvitar í almennri umræðu,“ skrifar Benedikt. Þá rifjar hann upp Facebook-pistil sem Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, skrifaði í liðinni viku. Þar hafi hún gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að „þurfa marga fundi til að ræða einfaldan hlut.“ „Það eru meira en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef við erum óheppin, auka vikur í takmörkunum,“ segir í pistli Jóhönnu sem Benedikt vísar í. Hann segir að þegar loks hafi verið farið af stað hafi verið sett upp sýning með þremur ráðherrum, sem „greinilega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega enginn um hik og aðgerðarleysi,“ skrifar Benedikt. „Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa brugðist of seint við í baráttunni gegn kórónuveirunni nú í vikunni í pistli sem ber heitið „Hlauptu, hlunkur hlauptu“ og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þá segir hann stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar. „Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu. Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín,“ skrifar Benedikt. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina jafnframt fyrir seinagang í ákvarðanatöku um aðgerðir við kórónuveirunni nú í liðinni viku. Vel hafi þó tekist til í vor þegar vísindin réðu ferðinni, „en þekking á þessum vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita betur en sérfræðingarnir. Þessir sjálfskipuðu spekingar fengu heitið kóvitar í almennri umræðu,“ skrifar Benedikt. Þá rifjar hann upp Facebook-pistil sem Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, skrifaði í liðinni viku. Þar hafi hún gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að „þurfa marga fundi til að ræða einfaldan hlut.“ „Það eru meira en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef við erum óheppin, auka vikur í takmörkunum,“ segir í pistli Jóhönnu sem Benedikt vísar í. Hann segir að þegar loks hafi verið farið af stað hafi verið sett upp sýning með þremur ráðherrum, sem „greinilega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega enginn um hik og aðgerðarleysi,“ skrifar Benedikt. „Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira