Endurtaka sig fyrir unga fólkið Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 14:30 Frá upplýsingafundi dagsins. vísir/arnar Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa. Það megi til að mynda sjá af aldri þeirra sem sýkst hafa að undanförnu. Landlæknir biðlar því til foreldra að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Alma Möller landlæknir varaði viðstadda við því að hún myndi endurtaka sig við upphaf ræðu sinnar á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún hóf mál sitt á því að útskýra hvernig kórónuveiran smitast á milli fólks, með dropasmiti, en Alma hefur einmitt drepið á þessu í ræðum sínum á síðustu upplýsingafundum. Alma sagði þó mikilvægt að tæpa á þessu, meðal annars vegna þess að þau telji sig eiga erfitt með að ná til ungs fólks. Það sýni aldursdreifing þeirra sem veikst hafa af Covid-19 á síðustu dögum en þau eru flestir undir þrítugu. Því biðlaði Alma til þeirra foreldra sem hlýddu á fund dagsins að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Huga vel að handþvotti og sprittun, sem ætti að vera orðið flestum landsmönnum tamt eftir fimm mánaða reynslu. Þar að auki sagðist Alma vona að landsmenn héldu áfram að miðla upplýsingum til þeirra Íslendinga sem hafa ekki góð tök á íslensku. Þær megi t.a.m. nálgast á vef Landlæknis. Fólk sem finnur til kvíða eða er áhyggjufullt í faraldrinum getur jafnframt fundið gagnlegar upplýsingar á vefnum covid.is. Þá aðstoð Rauði krossinn fólk í síma 1717 og í netspjalli sínu. Alma sagði að sama skapi að óljóst væri á þessari stundu í hvað stefnir í faraldrinum. Hún telur þannig líklegt að heimsbyggðin verði að læra að lifa með veirunni til langframa, að alltaf verði einhver smit í gangi. Engu að síður hafi verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða núna til að hafa betri stjórn á þróuninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa. Það megi til að mynda sjá af aldri þeirra sem sýkst hafa að undanförnu. Landlæknir biðlar því til foreldra að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Alma Möller landlæknir varaði viðstadda við því að hún myndi endurtaka sig við upphaf ræðu sinnar á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún hóf mál sitt á því að útskýra hvernig kórónuveiran smitast á milli fólks, með dropasmiti, en Alma hefur einmitt drepið á þessu í ræðum sínum á síðustu upplýsingafundum. Alma sagði þó mikilvægt að tæpa á þessu, meðal annars vegna þess að þau telji sig eiga erfitt með að ná til ungs fólks. Það sýni aldursdreifing þeirra sem veikst hafa af Covid-19 á síðustu dögum en þau eru flestir undir þrítugu. Því biðlaði Alma til þeirra foreldra sem hlýddu á fund dagsins að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Huga vel að handþvotti og sprittun, sem ætti að vera orðið flestum landsmönnum tamt eftir fimm mánaða reynslu. Þar að auki sagðist Alma vona að landsmenn héldu áfram að miðla upplýsingum til þeirra Íslendinga sem hafa ekki góð tök á íslensku. Þær megi t.a.m. nálgast á vef Landlæknis. Fólk sem finnur til kvíða eða er áhyggjufullt í faraldrinum getur jafnframt fundið gagnlegar upplýsingar á vefnum covid.is. Þá aðstoð Rauði krossinn fólk í síma 1717 og í netspjalli sínu. Alma sagði að sama skapi að óljóst væri á þessari stundu í hvað stefnir í faraldrinum. Hún telur þannig líklegt að heimsbyggðin verði að læra að lifa með veirunni til langframa, að alltaf verði einhver smit í gangi. Engu að síður hafi verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða núna til að hafa betri stjórn á þróuninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira