Norwich vill vera stór fiskur í þeirri litlu tjörn sem Ísland er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 10:00 Ágúst Eðvald Hlynsson - leikmaður Víkings - í leik með Norwich City gegn Tottenham Hotspur. Vísir/Norwich Eftir stutt stopp í ensku úrvalsdeildinni mun Norwich City leika í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Liðið átti ekki viðreisnarvon og sat á botni úrvalsdeildarinnar nánast frá fyrstu umferð. Liðið hefur undanfarin ár horft hýru auga til Íslands í leit að efnilegum leikmönnum, en af hverju? Sem stendur er einn Íslendingur á mála hjá félaginu, Ísak Snær Þorvaldsson. Hann er á láni hjá St. Mirren að svo stöddu en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson og Atli Barkarson – leikmenn Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deildinni – hafa báðir verið á mála hjá Norwich. Ísak Snær í leik með Norwich City.Vísir/Norwich Chris Lakey, blaðamaður Eastern Daily Press í Bretlandi, fór yfir stöðu mála og ástæður þess að Norwich sækist jafn mikið í íslenska leikmenn og raun ber vitni. Þar segir að Gregg Broughton, sem tók við leikmannamálum akademíu liðsins ársins 2012, hafi horft til Íslands vegna þess hve margir atvinnumenn í fótbolta kæmu frá landinu miðað við höfðatölu. Einnig segir að íslenskir leikmenn eigi auðvelt með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Norwich áttu líka möguleika á að vera stór fiskur í lítilli tjörn þegar kemur að íslenskum markaði. Ef þeir ætluðu að herja á Frakkland til að mynda þá væru þeir að leita að nál í heystakki og ef þeir myndu finna téða nál þá væru stórlið Evrópu þegar á eftir henni. Norwich taldi sig líka góðan stað fyrir leikmenn sem væru að taka sín fyrstu skref þar sem liðið er ekki staðsett í stórborg. Að fara frá Reykjavík til Lundúna eða Birmingham gæti ef til vill verið full stórt stökk fyrir unglinga í kringum 16 ára aldurinn en það var sá aldur sem Broughton var helst að leita í. How did so many young Icelanders end up in Norwich?An extract from #AgainsttheElements appeared in @EDP24 earlier this month. pic.twitter.com/HEA1B5einM— Against the Elements (@ATEIceland) July 29, 2020 Broughton sá til þess að leikmenn eins og James Maddison [nú hjá Leicester City] og Max Aarons [sem hefur verið orðaður vð stærri lið] fengu tækifæri í byrjunarliði Norwich. Hann er þó ekki lengur í starfi sínu hjá Norwich en Broughton fluttist með fjölskyldu sína til Noregs. Þar starfar hann sem yfirmaður akademíu Bodø/Glimt. Íslenski hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted leikur með aðalliði félagsins sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Maddison og Todd Cantwell eru ástæður þess að Ágúst Eðvald fékk ekki fleiri tækifæri hjá Norwich samkvæmt Broughton. Þeir spiluðu sömu stöðu og Íslendingurinn svo tækifærin voru af skornum skammti. Þó aðeins sé einn Íslendingur á launaskrá Norwich í dag - og hann sé á láni í Skotlandi - þá leggur vinna Broughton grunn sem gæti hjálpað Norwich þegar fram líða stundir. Mögulega eiga þeir eftir að leita aftur til Íslands þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Öll Íslendingaliðin héldu hreinu Alls hafa þrír Íslendingar verið í eldlínunni með liðum sínum í dag. Eru liðin staðsett í Katar, Skotlandi og Noregi. 1. ágúst 2020 16:00 Þjálfari Ísaks segir hann byggðan eins og skriðdreka Jim Goodwin, þjálfari St. Mirren segir Íslendinginn í herbúðum liðsins – Ísak Snæ Þorvaldsson – byggðan eins og skriðdreka. 1. ágúst 2020 10:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Eftir stutt stopp í ensku úrvalsdeildinni mun Norwich City leika í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Liðið átti ekki viðreisnarvon og sat á botni úrvalsdeildarinnar nánast frá fyrstu umferð. Liðið hefur undanfarin ár horft hýru auga til Íslands í leit að efnilegum leikmönnum, en af hverju? Sem stendur er einn Íslendingur á mála hjá félaginu, Ísak Snær Þorvaldsson. Hann er á láni hjá St. Mirren að svo stöddu en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson og Atli Barkarson – leikmenn Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deildinni – hafa báðir verið á mála hjá Norwich. Ísak Snær í leik með Norwich City.Vísir/Norwich Chris Lakey, blaðamaður Eastern Daily Press í Bretlandi, fór yfir stöðu mála og ástæður þess að Norwich sækist jafn mikið í íslenska leikmenn og raun ber vitni. Þar segir að Gregg Broughton, sem tók við leikmannamálum akademíu liðsins ársins 2012, hafi horft til Íslands vegna þess hve margir atvinnumenn í fótbolta kæmu frá landinu miðað við höfðatölu. Einnig segir að íslenskir leikmenn eigi auðvelt með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Norwich áttu líka möguleika á að vera stór fiskur í lítilli tjörn þegar kemur að íslenskum markaði. Ef þeir ætluðu að herja á Frakkland til að mynda þá væru þeir að leita að nál í heystakki og ef þeir myndu finna téða nál þá væru stórlið Evrópu þegar á eftir henni. Norwich taldi sig líka góðan stað fyrir leikmenn sem væru að taka sín fyrstu skref þar sem liðið er ekki staðsett í stórborg. Að fara frá Reykjavík til Lundúna eða Birmingham gæti ef til vill verið full stórt stökk fyrir unglinga í kringum 16 ára aldurinn en það var sá aldur sem Broughton var helst að leita í. How did so many young Icelanders end up in Norwich?An extract from #AgainsttheElements appeared in @EDP24 earlier this month. pic.twitter.com/HEA1B5einM— Against the Elements (@ATEIceland) July 29, 2020 Broughton sá til þess að leikmenn eins og James Maddison [nú hjá Leicester City] og Max Aarons [sem hefur verið orðaður vð stærri lið] fengu tækifæri í byrjunarliði Norwich. Hann er þó ekki lengur í starfi sínu hjá Norwich en Broughton fluttist með fjölskyldu sína til Noregs. Þar starfar hann sem yfirmaður akademíu Bodø/Glimt. Íslenski hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted leikur með aðalliði félagsins sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Maddison og Todd Cantwell eru ástæður þess að Ágúst Eðvald fékk ekki fleiri tækifæri hjá Norwich samkvæmt Broughton. Þeir spiluðu sömu stöðu og Íslendingurinn svo tækifærin voru af skornum skammti. Þó aðeins sé einn Íslendingur á launaskrá Norwich í dag - og hann sé á láni í Skotlandi - þá leggur vinna Broughton grunn sem gæti hjálpað Norwich þegar fram líða stundir. Mögulega eiga þeir eftir að leita aftur til Íslands þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Öll Íslendingaliðin héldu hreinu Alls hafa þrír Íslendingar verið í eldlínunni með liðum sínum í dag. Eru liðin staðsett í Katar, Skotlandi og Noregi. 1. ágúst 2020 16:00 Þjálfari Ísaks segir hann byggðan eins og skriðdreka Jim Goodwin, þjálfari St. Mirren segir Íslendinginn í herbúðum liðsins – Ísak Snæ Þorvaldsson – byggðan eins og skriðdreka. 1. ágúst 2020 10:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Öll Íslendingaliðin héldu hreinu Alls hafa þrír Íslendingar verið í eldlínunni með liðum sínum í dag. Eru liðin staðsett í Katar, Skotlandi og Noregi. 1. ágúst 2020 16:00
Þjálfari Ísaks segir hann byggðan eins og skriðdreka Jim Goodwin, þjálfari St. Mirren segir Íslendinginn í herbúðum liðsins – Ísak Snæ Þorvaldsson – byggðan eins og skriðdreka. 1. ágúst 2020 10:15