Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. Í lengri ferðum með landsbyggðarvögnum Strætó verður þó grímuskylda líkt og á við um áætlanaflug og ferðir með ferjum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó í dag, sem þau segja vera lokatilkynningu. Þar er áréttað að það sé ákjósanlegt að farþegar noti grímu á háannatíma þegar margir eru í vögnunum og erfitt er að halda tveggja metra fjarlægð. Einnig er mælt með því að fólk í áhættuhópum noti grímu.
Hér eru staðfestar leiðbeiningar frá almannavörnum.
— Strætó (@straetobs) August 1, 2020
- Ekki grímuskylda í Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
- Mælt með grímunotkun ef vagninn er þétt setinn eða ef þú ert í áhættuhóp.
- Það er grímuskylda í Strætó á landsbyggðinni.https://t.co/Wdc0ZheH1I
Útgangspunkturinn er þó að enginn grímuskylda er í ferðum á höfuðborgarsvæðinu.
Börn fædd árið 2005 og seinna þurfa ekki að vera með grímu í landsbyggðarvögnum í lengri ferðum. Aðrir farþegar þurfa að útvega sér grímu sjálfir fyrir slíkar ferðir.
Farþegar eru beðnir um að huga að smitvörnum, passa upp á hreinlæti og nota ekki almenningssamgöngur ef grunur leikur á smiti.