„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. ágúst 2020 10:56 Lúðrasveit Vestmannaeyja spilaði á óformlegri setningu þjóðhátíðar í Herjólfsdal í gær. Vísir/Stöð 2 Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. Heimamenn létu ástandið þó ekki stöðva sig í að fagna hver í sínu horni. Þúsundir manna sækja Vestmannaeyjar heim um verslunarmannahelgi ár hvert. Eftir að ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem tóku gildi í gær var hátíðin blásin af. Samkomur fleiri en hundrað manns eru nú bannaðar og tryggja verður tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Fréttaritari Vísis í Eyjum segir að þrátt fyrir þetta hafi verið líf og fjör þar í gærkvöldi. Bærinn hafi iðað af lífi og hvítu tjöldin sem setja svip sinn á þjóðhátíð hafi verið reist í bakgörðum þar sem Eyjamenn og gestir þeirra sungu þjóðhátíðarlög fram á nótt. Þá var jafnframt bálköstur í Herjólfsdal þrátt fyrir að dalurinn sé lokaður almenningi vegna sóttvarnaráðstafana. Eyjamenn hafi því stillt sér upp og notið brennunnar úr fjarska þetta árið. Lítið kvartað undan hávaða Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir að nóttin hafi verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lítið sem ekkert hafi verið kvartað eða tilkynnt um hávaða. Engar samkomur fleiri en hundrað manna hafi farið fram og þeir sem komu saman hafi að mestu verið fjölskyldur að gera sér glaðan dag. Nokkur fjöldi fólks hafi safnast saman á dreifu svæði þegar kveikt var í brennunni og lítil flugeldasýning var haldin. Það hafi verið búið á innan við hálftíma og fólk hafi að svo búnu haldið til sín heima. Bæði lögregla og aðstandendur brennunnar hafi verið með gæslu. Eyjarfréttir sögðu frá því í gær að nokkuð hafi verið um afbókanir í Herjólf en um fimm hundruð manns hafi átt bókað far með honum til Eyja. Jóhannes segir að eitthvað sé um að ættingjar og vinir heimsæki Eyjamenn um helgina en að sé ekki í stórum stíl. „Þetta er bara eins og slöpp helgi í fjölda. Það eru búnar að vera mun fjölmennari helgar í sumar, sérstaklega í júlí þegar það voru fluttir allt upp í 3.000 manns á dag,“ segir hann. Ekki aðeins hafi hertar sóttvarnareglur dregið úr straumnum til Eyja heldur hafi veðurspáin einnig verið slök. „Þetta er skrýtinn tími í Eyjum, það er ekki hægt að segja anna. Hér ætti allt að vera á blússandi ferð þessa helgi,“ segir Jóhannes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira