Ellen biður starfsfólk afsökunar Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 21:11 Ellen DeGeneres. Vísir/Getty Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur beðið starfsfólk sitt afsökunar á þeirri menningu sem hefur viðgengist á vinnustað þáttanna. Nokkrir starfsmenn höfðu lýst starfsumhverfinu sem skaðlegu og að ógnarstjórn væri við lýði. Eftir að ásakanirnar komu fram ákvað framleiðslufyrirtækið Warner Media að hefja rannsókn á vinnustaðnum og framkomu yfirmanna þar. Á meðal þess sem kom fram í lýsingum starfsmanna voru ásakanir um rasísk ummæli og kalt viðmót yfirmanna. Starfsfólki hafi verið refsað fyrir að vekja athygli á vandamálum og dæmi væru um að fólki hefði verið sagt upp eftir að hafa þurft veikindaleyfi eða frí til þess að fara í jarðarfarir fjölskyldumeðlima. Í tölvupósti sem Ellen sendi á starfsfólk sagðist hún ætla að tryggja að starfsumhverfið yrði betra. Fólk þyrfti að huga vel að því hvernig það talaði við hvort annað og hún sé þakklát að athygli hafi verið vakin á vandamálunum. „Á fyrsta degi þáttanna sagði ég á fyrsta fundi að The Ellen DeGeneres Show yrði hamingjustaður. Enginn myndi hækka róminn og það yrði komið fram við alla af virðingu. Greinilega breyttist eitthvað og mér þykir það leitt,“ skrifaði Ellen til starfsmanna. Hún sagði greinilegt að yfirmenn á vinnustaðnum misskildu það sem hún stæði fyrir og framkoma þeirra væri ekki í samræmi við hennar gildi. Það væri henni hjartans mál að öllum liði vel á vinnustaðnum. Þá sagðist Ellen skilja það manna best hvernig það væri að upplifa óréttlæti. Hún hefði sjálf upplifað fordóma og næstum því misst allt þegar hún opinberaði að hún væri samkynhneigð á tíunda áratugnum. „Að hugsa til þess að eitthvert ykkar upplifði það þykir mér hræðilegt.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ellen miður sín yfir neikvæðum sögusögnum um persónu sína Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja 21. maí 2020 18:49 Ellen lýst sem hræðilegum samstarfsmanni og sem kaldri manneskju Ellen DeGeneres er einn allra vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims og heldur hún út þættinum The Ellen Show alla virka daga. 2. apríl 2020 10:28 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur beðið starfsfólk sitt afsökunar á þeirri menningu sem hefur viðgengist á vinnustað þáttanna. Nokkrir starfsmenn höfðu lýst starfsumhverfinu sem skaðlegu og að ógnarstjórn væri við lýði. Eftir að ásakanirnar komu fram ákvað framleiðslufyrirtækið Warner Media að hefja rannsókn á vinnustaðnum og framkomu yfirmanna þar. Á meðal þess sem kom fram í lýsingum starfsmanna voru ásakanir um rasísk ummæli og kalt viðmót yfirmanna. Starfsfólki hafi verið refsað fyrir að vekja athygli á vandamálum og dæmi væru um að fólki hefði verið sagt upp eftir að hafa þurft veikindaleyfi eða frí til þess að fara í jarðarfarir fjölskyldumeðlima. Í tölvupósti sem Ellen sendi á starfsfólk sagðist hún ætla að tryggja að starfsumhverfið yrði betra. Fólk þyrfti að huga vel að því hvernig það talaði við hvort annað og hún sé þakklát að athygli hafi verið vakin á vandamálunum. „Á fyrsta degi þáttanna sagði ég á fyrsta fundi að The Ellen DeGeneres Show yrði hamingjustaður. Enginn myndi hækka róminn og það yrði komið fram við alla af virðingu. Greinilega breyttist eitthvað og mér þykir það leitt,“ skrifaði Ellen til starfsmanna. Hún sagði greinilegt að yfirmenn á vinnustaðnum misskildu það sem hún stæði fyrir og framkoma þeirra væri ekki í samræmi við hennar gildi. Það væri henni hjartans mál að öllum liði vel á vinnustaðnum. Þá sagðist Ellen skilja það manna best hvernig það væri að upplifa óréttlæti. Hún hefði sjálf upplifað fordóma og næstum því misst allt þegar hún opinberaði að hún væri samkynhneigð á tíunda áratugnum. „Að hugsa til þess að eitthvert ykkar upplifði það þykir mér hræðilegt.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ellen miður sín yfir neikvæðum sögusögnum um persónu sína Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja 21. maí 2020 18:49 Ellen lýst sem hræðilegum samstarfsmanni og sem kaldri manneskju Ellen DeGeneres er einn allra vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims og heldur hún út þættinum The Ellen Show alla virka daga. 2. apríl 2020 10:28 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Ellen miður sín yfir neikvæðum sögusögnum um persónu sína Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er sögð vera komin með nóg af sögusögnum um að hún sé köld og leiðinleg manneskja 21. maí 2020 18:49
Ellen lýst sem hræðilegum samstarfsmanni og sem kaldri manneskju Ellen DeGeneres er einn allra vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims og heldur hún út þættinum The Ellen Show alla virka daga. 2. apríl 2020 10:28