Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2026 12:03 Vignir Vatnar stefnir alla leið í skákboxi. Vísir/Sigurjón Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Vigni Vatnari Stefánssyni sem er 22 ára og yngsti stórmeistari landsins í skák. Hann var nýorðinn tvítugur þegar hann náði þessum merka áfanga fyrir þremur árum síðan og varð 16. stórmeistari Íslandssögunnar. Hann er meðal 100 bestu skákmanna í heimi í hraðskák, en stefnir á toppinn í annarri, meira framandi íþrótt. Bjarki Sigurðsson hitti Vigni þegar hann var nýkominn heim af heimsmeistaramótinu í hraðskák og atskák. Vignir stóð sig vel í hraðskákinni þar sem keppendur fá stuttan umhugsunartíma. Skákin á hug Vignis og hjarta enda er þetta í rauninni vinnan hans. Hvernig ætli venjulegur dagur sé hjá atvinnumanni í skák? „Þeir eru misjafnir og fjölbreyttir en það fylgir því alltaf að ég vakna og fæ mér kaffi og síðan sest ég yfirleitt við tölvuna og fer að tefla eða fer að stúdera eitthvað í tvo til þrjá tíma. Svo er það ræktin, alltaf ræktin. Það er ekki til að sleppa því. Ég náttúrulega bara bý í ferðatösku. Það hefur gerst að ég er í ferðatösku fjóra mánuði í einu, þannig að maður bara teflir og flakkar á milli móta,“ segir Vignir. En fær maður ekkert leið á þessu? „Nei. En þetta er meira orðið vinna. Það er eiginlega alveg sama held ég hvað við gerum í lífinu, menn verða bara svona. Þú ert alltaf að gera þetta. Ég sinni skák sex tíma á dag, eitthvað svoleiðis. Þá er þetta bara eins og það að fara í vinnu. Þannig að það er mikilvægt fyrir mig að hafa bara mín áhugamál , eitthvað frá skákinni,“ segir Vignar og bætir við skákin sé þannig að maður sé að læra eitthvað á hverjum einasta degi. Vann þann besta Norðmaðurinn Magnús Carlsen er besti skákmaður heims og er búinn að vera á toppnum í 15 ár. Geri aðrir betur. En Vignir hefur áður teflt við hann og ekki nóg með það þá vann hann Carlsen á netmóti. Dagurinn sem þetta gerist er einn sá ótrúlegasti á ævi Vignis. „Dagurinn byrjaði þannig að mamma mín vinnur milljón í lottó. Hún kemur hlaupandi og ég hugsaði að þetta gæti verið Bónuskort, þetta gæti verið hvað sem er, að hún hafi unnið hundrað milljónir. Svo var ekki en þetta var samt besti dagur ever. Síðan gerist það að ég er eitthvað hálfveikur. Ég fæ Carlsen þarna í þriðju eða fjórðu umferð og vinn sem er náttúrulega bara ótrúlegt og við bara botnum ekkert í þessu. Ég sit heima og trúi þessu ekki. Ég dett bara út og gat varla andað. Ég held ég hafi verið með þetta heilsuúr á mér og púlsinn minn var bara kominn bara í milljón. Þannig að það var algjörlega stórbrotið. Síðan fer ég eitthvað að pæla. Ég held að í pílu og hugsa, ég ætla að reyna við 180. Það var einhver tilfinning að það ætti líka bara að gerast.“ 180 í pílu er þegar kastari hittir öllum þremur pílum sínum í stigahæsta reitinn, sem sagt hæsta mögulega skor, en áfram með söguna. „Hvað geri ég? Að sjálfsögðu negli ég 180 í pílunni,“ segir Vignir sem fer nánar út í þennan merkilega dag í innslaginu. Skák reynir mikið á hugann en Vignir leggur einnig mikla áherslu á að rækta líkamann. Hann er duglegur að mæta í ræktina og er alls ekki líkur staðalímynd margra af atvinnuskákmanni. Hann er með húðflúr, klæðir sig í tískuföt og er með aflitað hár. Vignir hefur náð ótrúlegum árangri í skákinni. „Staðalímynd skákmanns hefur alltaf verið einhver með smábumbu og gleraugun sín og bara bók undir arminum. Ég vil ekki að það sé rétt, enda er það ekki endilega rétt, sko. Ég keppi hins vegar alltaf í jakkafötum þegar ég tefli, af því það er svo kúl.“ Box og skák „Ég get sagt það með fullri vissu að ég hef stefnu á einn heimsmeistaratitil. Og það er heimsmeistaratitilinn í skákboxi. Ég ætlaði nú reyndar ekkert að opinbera það. Ég get staðið mig vel á þessum mótum og svona verið allavega á topp 100 í heiminum í hraðskák. En ef ég á að stefna á heimsmeistaratitil, þá er það heimsmeistaratitillinn í skákboxi, sem ég reyndar stefni grimmt á.“ Boxskák er blanda af boxi og skák og má rekja upprunann til Bretlands á áttunda áratug síðustu aldar. Teflt er og slegist til skiptis í þrjár mínútur í senn. Sá vinnur sem er á undan að rota hinn, eða sá sem nær að skáka og máta. „Ég er að læra að boxa og æfi með honum Emin Katra. Hann sem sagt þjálfar mig í boxi og mér finnst það ganga ágætlega. Ég held að hann sé reyndar ósammála því en það er svona mitt markmiðið að fara þangað einhvern tímann og taka heimsmeistaratitilinn,“ segir Vignir en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skák Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Bjarki Sigurðsson hitti Vigni þegar hann var nýkominn heim af heimsmeistaramótinu í hraðskák og atskák. Vignir stóð sig vel í hraðskákinni þar sem keppendur fá stuttan umhugsunartíma. Skákin á hug Vignis og hjarta enda er þetta í rauninni vinnan hans. Hvernig ætli venjulegur dagur sé hjá atvinnumanni í skák? „Þeir eru misjafnir og fjölbreyttir en það fylgir því alltaf að ég vakna og fæ mér kaffi og síðan sest ég yfirleitt við tölvuna og fer að tefla eða fer að stúdera eitthvað í tvo til þrjá tíma. Svo er það ræktin, alltaf ræktin. Það er ekki til að sleppa því. Ég náttúrulega bara bý í ferðatösku. Það hefur gerst að ég er í ferðatösku fjóra mánuði í einu, þannig að maður bara teflir og flakkar á milli móta,“ segir Vignir. En fær maður ekkert leið á þessu? „Nei. En þetta er meira orðið vinna. Það er eiginlega alveg sama held ég hvað við gerum í lífinu, menn verða bara svona. Þú ert alltaf að gera þetta. Ég sinni skák sex tíma á dag, eitthvað svoleiðis. Þá er þetta bara eins og það að fara í vinnu. Þannig að það er mikilvægt fyrir mig að hafa bara mín áhugamál , eitthvað frá skákinni,“ segir Vignar og bætir við skákin sé þannig að maður sé að læra eitthvað á hverjum einasta degi. Vann þann besta Norðmaðurinn Magnús Carlsen er besti skákmaður heims og er búinn að vera á toppnum í 15 ár. Geri aðrir betur. En Vignir hefur áður teflt við hann og ekki nóg með það þá vann hann Carlsen á netmóti. Dagurinn sem þetta gerist er einn sá ótrúlegasti á ævi Vignis. „Dagurinn byrjaði þannig að mamma mín vinnur milljón í lottó. Hún kemur hlaupandi og ég hugsaði að þetta gæti verið Bónuskort, þetta gæti verið hvað sem er, að hún hafi unnið hundrað milljónir. Svo var ekki en þetta var samt besti dagur ever. Síðan gerist það að ég er eitthvað hálfveikur. Ég fæ Carlsen þarna í þriðju eða fjórðu umferð og vinn sem er náttúrulega bara ótrúlegt og við bara botnum ekkert í þessu. Ég sit heima og trúi þessu ekki. Ég dett bara út og gat varla andað. Ég held ég hafi verið með þetta heilsuúr á mér og púlsinn minn var bara kominn bara í milljón. Þannig að það var algjörlega stórbrotið. Síðan fer ég eitthvað að pæla. Ég held að í pílu og hugsa, ég ætla að reyna við 180. Það var einhver tilfinning að það ætti líka bara að gerast.“ 180 í pílu er þegar kastari hittir öllum þremur pílum sínum í stigahæsta reitinn, sem sagt hæsta mögulega skor, en áfram með söguna. „Hvað geri ég? Að sjálfsögðu negli ég 180 í pílunni,“ segir Vignir sem fer nánar út í þennan merkilega dag í innslaginu. Skák reynir mikið á hugann en Vignir leggur einnig mikla áherslu á að rækta líkamann. Hann er duglegur að mæta í ræktina og er alls ekki líkur staðalímynd margra af atvinnuskákmanni. Hann er með húðflúr, klæðir sig í tískuföt og er með aflitað hár. Vignir hefur náð ótrúlegum árangri í skákinni. „Staðalímynd skákmanns hefur alltaf verið einhver með smábumbu og gleraugun sín og bara bók undir arminum. Ég vil ekki að það sé rétt, enda er það ekki endilega rétt, sko. Ég keppi hins vegar alltaf í jakkafötum þegar ég tefli, af því það er svo kúl.“ Box og skák „Ég get sagt það með fullri vissu að ég hef stefnu á einn heimsmeistaratitil. Og það er heimsmeistaratitilinn í skákboxi. Ég ætlaði nú reyndar ekkert að opinbera það. Ég get staðið mig vel á þessum mótum og svona verið allavega á topp 100 í heiminum í hraðskák. En ef ég á að stefna á heimsmeistaratitil, þá er það heimsmeistaratitillinn í skákboxi, sem ég reyndar stefni grimmt á.“ Boxskák er blanda af boxi og skák og má rekja upprunann til Bretlands á áttunda áratug síðustu aldar. Teflt er og slegist til skiptis í þrjár mínútur í senn. Sá vinnur sem er á undan að rota hinn, eða sá sem nær að skáka og máta. „Ég er að læra að boxa og æfi með honum Emin Katra. Hann sem sagt þjálfar mig í boxi og mér finnst það ganga ágætlega. Ég held að hann sé reyndar ósammála því en það er svona mitt markmiðið að fara þangað einhvern tímann og taka heimsmeistaratitilinn,“ segir Vignir en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skák Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira