Tæknirisarnir stækka þrátt fyrir samdrátt annarra Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 14:41 Alphabet, Amazon, Apple og Facebook skiluðu samtals um 28,6 milljarða dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Vísir/AP Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins. Alphabet, Amazon, Apple og Facebook skiluðu samtals um 28,6 milljarða dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Gróflega reiknað er það um 3,9 billjónir króna (3.855.280.000.000). Sala Amazon jókst um 40 prósent á milli ára og hagnaðurinn tvöfaldaðist. Hagnaður Facebook jókst um 98 prósent og þó Apple hafi þurft að loka mörgum verslana fyrirtækisins jókst sala fyrirtækisins í öllum hlutum heimsins. Fyrirtækið hagnaðist um 11,25 milljarða á ársfjórðungnum, samkvæmt frétt New York times. Alphabet, móðurfyrirtæki Google stóð sig ekki jafn vel, þar sem auglýsingatekjur fyrirtækisins drógust töluvert saman, eða um tíu prósent. Það stóð sig þó betur en sérfræðingar og greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta var opinberað degi eftir að þingmenn gegnu hart fram gegn forstjórum þessara fyrirtækja varðandi ráðandi stöðu þeirra á mörkuðum Bandaríkjanna. Einn viðmælandi NYT vísar til þess að þó fjöldi fyrirtækja hafi orðið gjaldþrota á undanförnum mánuðum standi þessir fjórir risar enn öllum hærri og hafi eingöngu hækkað enn frekar. Með útgöngubönnum og ferðatakmörkunum hafa sífellt fleiri neytendur snúið sér að Amazon. Svipaða sögu er að segja af Apple en fyrirtækið segir fleiri kaupa tæki frá Apple samhliða aukinni heimavinnu og fleiri nýti einnig þjónustur fyrirtækisins. Þó auglýsingar hafi dregist verulega saman hafa Facebook og Google veðrað það óveður betur en aðrir samkeppnisaðilar þeirra eins og fjölmiðlar og önnur tæknifyrirtæki. Microsoft tilkynnti til að mynda í uppgjöri sem opinberað var í síðustu viku að auglýsingatekjur hefðu dregist saman um 18 prósent á milli ára. Bandaríkin Google Amazon Apple Facebook Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins. Alphabet, Amazon, Apple og Facebook skiluðu samtals um 28,6 milljarða dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Gróflega reiknað er það um 3,9 billjónir króna (3.855.280.000.000). Sala Amazon jókst um 40 prósent á milli ára og hagnaðurinn tvöfaldaðist. Hagnaður Facebook jókst um 98 prósent og þó Apple hafi þurft að loka mörgum verslana fyrirtækisins jókst sala fyrirtækisins í öllum hlutum heimsins. Fyrirtækið hagnaðist um 11,25 milljarða á ársfjórðungnum, samkvæmt frétt New York times. Alphabet, móðurfyrirtæki Google stóð sig ekki jafn vel, þar sem auglýsingatekjur fyrirtækisins drógust töluvert saman, eða um tíu prósent. Það stóð sig þó betur en sérfræðingar og greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta var opinberað degi eftir að þingmenn gegnu hart fram gegn forstjórum þessara fyrirtækja varðandi ráðandi stöðu þeirra á mörkuðum Bandaríkjanna. Einn viðmælandi NYT vísar til þess að þó fjöldi fyrirtækja hafi orðið gjaldþrota á undanförnum mánuðum standi þessir fjórir risar enn öllum hærri og hafi eingöngu hækkað enn frekar. Með útgöngubönnum og ferðatakmörkunum hafa sífellt fleiri neytendur snúið sér að Amazon. Svipaða sögu er að segja af Apple en fyrirtækið segir fleiri kaupa tæki frá Apple samhliða aukinni heimavinnu og fleiri nýti einnig þjónustur fyrirtækisins. Þó auglýsingar hafi dregist verulega saman hafa Facebook og Google veðrað það óveður betur en aðrir samkeppnisaðilar þeirra eins og fjölmiðlar og önnur tæknifyrirtæki. Microsoft tilkynnti til að mynda í uppgjöri sem opinberað var í síðustu viku að auglýsingatekjur hefðu dregist saman um 18 prósent á milli ára.
Bandaríkin Google Amazon Apple Facebook Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent