Tæknirisarnir stækka þrátt fyrir samdrátt annarra Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 14:41 Alphabet, Amazon, Apple og Facebook skiluðu samtals um 28,6 milljarða dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Vísir/AP Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins. Alphabet, Amazon, Apple og Facebook skiluðu samtals um 28,6 milljarða dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Gróflega reiknað er það um 3,9 billjónir króna (3.855.280.000.000). Sala Amazon jókst um 40 prósent á milli ára og hagnaðurinn tvöfaldaðist. Hagnaður Facebook jókst um 98 prósent og þó Apple hafi þurft að loka mörgum verslana fyrirtækisins jókst sala fyrirtækisins í öllum hlutum heimsins. Fyrirtækið hagnaðist um 11,25 milljarða á ársfjórðungnum, samkvæmt frétt New York times. Alphabet, móðurfyrirtæki Google stóð sig ekki jafn vel, þar sem auglýsingatekjur fyrirtækisins drógust töluvert saman, eða um tíu prósent. Það stóð sig þó betur en sérfræðingar og greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta var opinberað degi eftir að þingmenn gegnu hart fram gegn forstjórum þessara fyrirtækja varðandi ráðandi stöðu þeirra á mörkuðum Bandaríkjanna. Einn viðmælandi NYT vísar til þess að þó fjöldi fyrirtækja hafi orðið gjaldþrota á undanförnum mánuðum standi þessir fjórir risar enn öllum hærri og hafi eingöngu hækkað enn frekar. Með útgöngubönnum og ferðatakmörkunum hafa sífellt fleiri neytendur snúið sér að Amazon. Svipaða sögu er að segja af Apple en fyrirtækið segir fleiri kaupa tæki frá Apple samhliða aukinni heimavinnu og fleiri nýti einnig þjónustur fyrirtækisins. Þó auglýsingar hafi dregist verulega saman hafa Facebook og Google veðrað það óveður betur en aðrir samkeppnisaðilar þeirra eins og fjölmiðlar og önnur tæknifyrirtæki. Microsoft tilkynnti til að mynda í uppgjöri sem opinberað var í síðustu viku að auglýsingatekjur hefðu dregist saman um 18 prósent á milli ára. Bandaríkin Google Amazon Apple Facebook Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þó hagkerfi Bandaríkjanna hafi gengið í gegnum sögulegan samdrátt á undanförnum mánuðum er ekki sömu sögu að segja af fjórum af stærstu tæknifyrirtækjum landsins. Alphabet, Amazon, Apple og Facebook skiluðu samtals um 28,6 milljarða dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Gróflega reiknað er það um 3,9 billjónir króna (3.855.280.000.000). Sala Amazon jókst um 40 prósent á milli ára og hagnaðurinn tvöfaldaðist. Hagnaður Facebook jókst um 98 prósent og þó Apple hafi þurft að loka mörgum verslana fyrirtækisins jókst sala fyrirtækisins í öllum hlutum heimsins. Fyrirtækið hagnaðist um 11,25 milljarða á ársfjórðungnum, samkvæmt frétt New York times. Alphabet, móðurfyrirtæki Google stóð sig ekki jafn vel, þar sem auglýsingatekjur fyrirtækisins drógust töluvert saman, eða um tíu prósent. Það stóð sig þó betur en sérfræðingar og greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta var opinberað degi eftir að þingmenn gegnu hart fram gegn forstjórum þessara fyrirtækja varðandi ráðandi stöðu þeirra á mörkuðum Bandaríkjanna. Einn viðmælandi NYT vísar til þess að þó fjöldi fyrirtækja hafi orðið gjaldþrota á undanförnum mánuðum standi þessir fjórir risar enn öllum hærri og hafi eingöngu hækkað enn frekar. Með útgöngubönnum og ferðatakmörkunum hafa sífellt fleiri neytendur snúið sér að Amazon. Svipaða sögu er að segja af Apple en fyrirtækið segir fleiri kaupa tæki frá Apple samhliða aukinni heimavinnu og fleiri nýti einnig þjónustur fyrirtækisins. Þó auglýsingar hafi dregist verulega saman hafa Facebook og Google veðrað það óveður betur en aðrir samkeppnisaðilar þeirra eins og fjölmiðlar og önnur tæknifyrirtæki. Microsoft tilkynnti til að mynda í uppgjöri sem opinberað var í síðustu viku að auglýsingatekjur hefðu dregist saman um 18 prósent á milli ára.
Bandaríkin Google Amazon Apple Facebook Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent „Reiðarhögg fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira