Guðni: Höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt Anton Ingi Leifsson skrifar 30. júlí 2020 19:00 Guðni hefur gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu sem formaður KSÍ á tímum kórónuveirunnar. mynd/skjáskot Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er enn bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið sem og bikarkeppnina þrátt fyrir þær frestanir sem hafa átt sér stað vegna kórónuveirunnar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Við fengum þessar fréttir rétt fyrir hádegi og mótanefndin hittist. Í kjölfarið hittist stjórn sambandsins og tók þessa ákvörðun að fresta mótahaldi frá og með morgundeginum, fram yfir helgi,“ sagði Guðni í Sportpakkanum. Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram eða til 10. ágúst. „Við höfum svigrúm en dagskráin er vissulega þétt. Við vonum að við komumst í gegnum þetta. Við erum að ráða ráðum okkar og horfum fram á veginn. Fyrst og fremst viljum við leggja okkar að mörkum til þess að ná tökum á faraldrinum og þessum nýju smitum. Við verðum að sýna ábyrgð og það er okkar fyrsta verkefni. Vonandi getur svo mótahaldið haldið áfram og fótboltinn. Við vonum það besta.“ Einhver smit hafa verið á íþróttamótum en t.a.m. greindist einstaklingur sem hafði verið á Rey Cup mótinu í Laugardal með veiruna. „Eitthvað hefur verið hægt að tengja við þær [íþróttirnar]. Íþróttirnar eru gríðarlega stór þáttur í okkar samfélagi. Það eru íþróttirnar; bæði æfingar og keppnir. Eitthvað hefur verið rakið til þess en við opnuðum síðan landið til þess að koma efnahagnum af stað og ferðamannaiðnaðinum.“ „Við verðum að reyna halda áfram en það eru einhver smit úti sem er verið að reyna að rekja og greina. Við þurfum að taka á því með ábyrgum hætti og við gerum það í íþróttahreyfingunni. Nú er að huga vel að sóttvarnarúrræðum og við munum stíga skref til baka og vonandi dugar það til og við náum góðum tökum á þessu.“ Hann er bjartsýnn á að hægt verði að klára Íslandsmótið en segir að það þurfi að forgangsraða á tímum eins og þessum. „Við sjáum enn fram á að klára deildina og erum bjartsýn á að það takist. Við erum búin að setja reglugerð um það að ef til þess kemur að við náum ekki að klára alla deildina. Annars verðum við að sjá þetta í samhengi. Við viljum spila okkar íþrótt en við verðum einnig að sjá forgangsröðunina í þessu.“ Viðtalið í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan þar sem Guðni er m.a. spurður út í bikarkeppnina. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Valsmenn vildu spila í kvöld en Skagamenn ekki Leikið verður í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld þrátt fyrir ákvörðun um að hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins taki gildi í hádeginu á morgun. Einn leikur mun standa út af borðinu. 30. júlí 2020 15:51
KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22
Áhorfendur ekki leyfðir á leikjunum í kvöld Leikið verður fyrir luktum dyrum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. 30. júlí 2020 14:59