Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2020 18:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með ellefu mörk. vísir/bára Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í Pepsi Max-deild kvenna í sumar þegar Breiðablik vann stórsigur á Fylki, 0-4, á Würth-vellinum í Árbænum í gær. Eyjakonan hefur núna skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum í Pepsi Max-deildinni. Í sjö deildarleikjum hefur Berglind skorað jafn mörg mörk og Fylkir (11) og fleiri mörk en Selfoss (10), ÍBV (9), KR (9) og FH (3). Síðastnefnda liðið hefur leikið átta leiki en hin sjö. Berglind hefur skorað í sex af sjö leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar. Selfoss er eina liðið sem Berglindi hefur mistekist að skora gegn. Hún hefur skorað tvær þrennur, einu sinni tvö mörk í leik og þrisvar sinnum eitt mark í leik. Blikar hafa unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni, skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals og á auk þess leik til góða. Berglind skoraði þriðja mark Breiðabliks í leiknum í gær á 29. mínútu. Hún fékk þá boltann frá Öglu Maríu Albertsdóttir með bakið í markið, sneri skemmtilega og skoraði með vinstri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Berglind vann gullskóinn 2018 og 2019 og miðað við byrjunina á þessu tímabili er ekki ólíklegt að hún verði markadrottning þriðja árið í röð. Framherjinn öflugi hefur alls skorað 136 mörk í 188 leikjum í efstu deild á Íslandi. Í vetur lék hún með AC Milan á Ítalíu og skoraði fimm mörk í fimm leikjum með liðinu. Mörk liða í Pepsi Max-deild kvenna í sumar Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir) Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Blikar misstu niður tveggja marka forystu Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í Pepsi Max-deild kvenna í sumar þegar Breiðablik vann stórsigur á Fylki, 0-4, á Würth-vellinum í Árbænum í gær. Eyjakonan hefur núna skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum í Pepsi Max-deildinni. Í sjö deildarleikjum hefur Berglind skorað jafn mörg mörk og Fylkir (11) og fleiri mörk en Selfoss (10), ÍBV (9), KR (9) og FH (3). Síðastnefnda liðið hefur leikið átta leiki en hin sjö. Berglind hefur skorað í sex af sjö leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar. Selfoss er eina liðið sem Berglindi hefur mistekist að skora gegn. Hún hefur skorað tvær þrennur, einu sinni tvö mörk í leik og þrisvar sinnum eitt mark í leik. Blikar hafa unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni, skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals og á auk þess leik til góða. Berglind skoraði þriðja mark Breiðabliks í leiknum í gær á 29. mínútu. Hún fékk þá boltann frá Öglu Maríu Albertsdóttir með bakið í markið, sneri skemmtilega og skoraði með vinstri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Berglind vann gullskóinn 2018 og 2019 og miðað við byrjunina á þessu tímabili er ekki ólíklegt að hún verði markadrottning þriðja árið í röð. Framherjinn öflugi hefur alls skorað 136 mörk í 188 leikjum í efstu deild á Íslandi. Í vetur lék hún með AC Milan á Ítalíu og skoraði fimm mörk í fimm leikjum með liðinu. Mörk liða í Pepsi Max-deild kvenna í sumar Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir)
Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir)
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Blikar misstu niður tveggja marka forystu Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Sjá meira
Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30