Sjáðu þegar eyrnalokkar komu í veg fyrir víti Margrétar - Hefði skotið í rangt horn Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 14:26 Margrét Árnadóttir varð að bíða utan vallar á meðan að vítaspyrnan var tekin. mynd/stöð 2 sport Margrét Árnadóttir kom inn á sem varamaður og skoraði mark fyrir Þór/KA í 2-1 sigri á KR en fékk ekki að taka víti sem hún nældi í vegna þess að hún var með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Atvikið má sjá hér að neðan. Margrét hefði verið mínútu inni á vellinum þegar hún jafnaði metin í 1-1 á 56. mínútu. Tuttugu mínútum síðar nældi hún svo í vítaspyrnu sem hún hugðist taka. Laufey Björnsdóttir, leikmaður KR, benti hins vegar Sveini Arnarssyni dómara á það að Margrét væri með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Aðstoðardómari hafði ekki tekið eftir lokkunum þegar hann hleypti Margréti inn á völlinn. Margrét fékk gult spjald og var send að losa sig við eyrnalokkana, sem hún var fljót að gera, en dómari skipaði henni svo að bíða utan vallar á meðan að vítaspyrnan var framkvæmd. Það kom í hlut Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur að taka spyrnuna og hún skaut boltanum vinstra megin í markið og skoraði. „Ég vil meina að þetta hafi verið skrifað í skýin því ég ætlaði að skjóta í hornið sem markmaðurinn fór í. Arna Sif þurfti að taka vítið fyrir mig og skaut í hitt hornið. Við getum alveg þakkað dómaranum fyrir að hafa gripið í taumana,“ sagði Margrét í viðtali við Einar Sigtryggsson á mbl.is. Hún gat hlegið að atvikinu eftir á: „Mér er alveg sama fyrst Arna Sif skoraði. Ég hefði grenjað mig í svefn næstu þrjár nætur ef hún hefði klúðrað vítinu út af ruglinu í mér,“ sagði Margrét við Einar. Klippa: Tók ekki vítið vegna eyrnalokkanna Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Margrét Árnadóttir kom inn á sem varamaður og skoraði mark fyrir Þór/KA í 2-1 sigri á KR en fékk ekki að taka víti sem hún nældi í vegna þess að hún var með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Atvikið má sjá hér að neðan. Margrét hefði verið mínútu inni á vellinum þegar hún jafnaði metin í 1-1 á 56. mínútu. Tuttugu mínútum síðar nældi hún svo í vítaspyrnu sem hún hugðist taka. Laufey Björnsdóttir, leikmaður KR, benti hins vegar Sveini Arnarssyni dómara á það að Margrét væri með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Aðstoðardómari hafði ekki tekið eftir lokkunum þegar hann hleypti Margréti inn á völlinn. Margrét fékk gult spjald og var send að losa sig við eyrnalokkana, sem hún var fljót að gera, en dómari skipaði henni svo að bíða utan vallar á meðan að vítaspyrnan var framkvæmd. Það kom í hlut Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur að taka spyrnuna og hún skaut boltanum vinstra megin í markið og skoraði. „Ég vil meina að þetta hafi verið skrifað í skýin því ég ætlaði að skjóta í hornið sem markmaðurinn fór í. Arna Sif þurfti að taka vítið fyrir mig og skaut í hitt hornið. Við getum alveg þakkað dómaranum fyrir að hafa gripið í taumana,“ sagði Margrét í viðtali við Einar Sigtryggsson á mbl.is. Hún gat hlegið að atvikinu eftir á: „Mér er alveg sama fyrst Arna Sif skoraði. Ég hefði grenjað mig í svefn næstu þrjár nætur ef hún hefði klúðrað vítinu út af ruglinu í mér,“ sagði Margrét við Einar. Klippa: Tók ekki vítið vegna eyrnalokkanna
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45