Allt annað að sjá Val nú en á sama tíma á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 09:30 Hannes Þór hefur átt töluvert betra tímabil í ár heldur en á síðustu leiktíð. HAG/Daniel Valur vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á nýliðum Fjölnis í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Sigurinn þýðir að Valsmenn eru komnir á topp deildarinnar en á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti deildarinnar. Eftir níu umferðir á síðustu leiktíð voru Valsmenn með sjö stig. Liðið hafði skorað 15 mörk en fengið á sig 16 á móti. Í ár er allt annað upp á teningnum en liðið er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir að hafa skorað 21 mark og fengið á sig átta. Helmingur markanna sem liðið hefur fengið á sig kom í óvæntu 4-1 tapi Vals á heimavelli gegn ÍA. Þar fyrir utan hefur varnarleikur Vals verið nokkuð öruggur á leiktíðinni þó svo að Heimir Guðjónsson - þjálfari liðsins - hafi hringlað verulega í öftustu línu. Heimir tók við liði Vals í vetur og hóf tímabilið með Færeyinginn Magnus Egilsson og Orra Sigurð Ómarsson í vörn liðsins á meðan Sebastian Hedlund var á miðri miðjunni. Eftir leikinn gegn ÍA hafa þeir Magnus og Orri Sigurður sest á bekkinn. Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn í vinstri bakvörðinn, Hedlund var færður niður í miðvörð og Lasse Petry Andersen er kominn inn á miðja miðjuna. Síðan þá hefur Valur ekki litið til baka en liðið hefur unnið frábæra sigra á HK, Breiðabliki, Fylki og nú Fjölni í síðustu leikjum. Þá er Hannes Þór Halldórsson að eiga töluvert betra tímabil en síðasta sumar. Landsliðs-markvörðurinn fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þá og virðist ætla að svara henni innan vallar í sumar. Þá munar um komu Patrick Pedersen - sem var þó meiddur í gær - en hann kom ekki til félagsins fyrr en um mitt síðasta tímabil. Sóknarleikur liðsins er allt annar með Danann upp á topp og ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Valur vann nokkuð þægilegan 3-1 sigur á nýliðum Fjölnis í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Sigurinn þýðir að Valsmenn eru komnir á topp deildarinnar en á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti deildarinnar. Eftir níu umferðir á síðustu leiktíð voru Valsmenn með sjö stig. Liðið hafði skorað 15 mörk en fengið á sig 16 á móti. Í ár er allt annað upp á teningnum en liðið er á toppi deildarinnar með 21 stig eftir að hafa skorað 21 mark og fengið á sig átta. Helmingur markanna sem liðið hefur fengið á sig kom í óvæntu 4-1 tapi Vals á heimavelli gegn ÍA. Þar fyrir utan hefur varnarleikur Vals verið nokkuð öruggur á leiktíðinni þó svo að Heimir Guðjónsson - þjálfari liðsins - hafi hringlað verulega í öftustu línu. Heimir tók við liði Vals í vetur og hóf tímabilið með Færeyinginn Magnus Egilsson og Orra Sigurð Ómarsson í vörn liðsins á meðan Sebastian Hedlund var á miðri miðjunni. Eftir leikinn gegn ÍA hafa þeir Magnus og Orri Sigurður sest á bekkinn. Valgeir Lunddal Friðriksson er kominn í vinstri bakvörðinn, Hedlund var færður niður í miðvörð og Lasse Petry Andersen er kominn inn á miðja miðjuna. Síðan þá hefur Valur ekki litið til baka en liðið hefur unnið frábæra sigra á HK, Breiðabliki, Fylki og nú Fjölni í síðustu leikjum. Þá er Hannes Þór Halldórsson að eiga töluvert betra tímabil en síðasta sumar. Landsliðs-markvörðurinn fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína þá og virðist ætla að svara henni innan vallar í sumar. Þá munar um komu Patrick Pedersen - sem var þó meiddur í gær - en hann kom ekki til félagsins fyrr en um mitt síðasta tímabil. Sóknarleikur liðsins er allt annar með Danann upp á topp og ljóst að Valsmenn eru til alls líklegir í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02 Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Ásmundur: Ingibergur átti auðvitað ekki að gera þetta „Við höfum mætt ýmiss konar mótlæti,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir að liðið tapaði enn einum heimaleik sínum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld, 3-1 gegn Val sem komst á toppinn. 27. júlí 2020 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur 1-3 | Valsmenn efstir eftir sigur á tíu Fjölnismönnum Valsmenn eru komnir á topp Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Fjölnismenn voru manni færri frá 57. mínútu eftir að Ingibergur Kort Sigurðsson missti stjórn á skapi sínu. 27. júlí 2020 22:02
Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00