Segir að Man United verði að fjárfesta í nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:30 Roy Keane er ekki aðdáandi David De Gea, svo vægt sé tekið til orða. Vísir/Independent David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40
Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55