Sport

Dag­skráin í dag: Stúkan, kvennat­ví­höfði og ítalski boltinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir á ferðinni í leik með Selfossi.
Hólmfríður Magnúsdóttir á ferðinni í leik með Selfossi. VÍSIR/VILHELM

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls má finna fimm beinar útsendingar úr heimi knattspyrnunnar.

Dagurinn byrjar með leik Parma og Atalanta í ítalska boltanum á Stöð 2 Sport 2 en Atalanta hefur verið eitt skemmtilegasta lið vetrarins í alheimsboltanum.

Síðar um kvöldið, á sömu stöð, er það svo stórleikur Inter og Napoli en Inter siglir lygnan sjó í Evrópusæti á meðan Napoli berst rétt fyrir neðan þá.

ÍBV og Selfoss mætast í Pepsi Max-deild kvenna klukkan 18.00 í baráttunni um Suðurlandið en klukkan 19.15 verður flautað til leiks í stórleik í Lengjudeild kvenna er Haukar og Tindastóll mætast.

Guðmundur Benediktsson og spekingar hans í Pepsi Max Stúkunni gera svo upp 9. umferðina en hún var eins og margar aðrir í Pepsi Max-deildini þetta árið; ansi fjörug.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×