Enginn Mohamed Salah í liði ársins hjá BBC Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 09:40 Á myndinni má sjá fjóra af þeim fimm leikmönnum Liverpool sem eru í liði ársins. Vísir/Visionhaus Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Sjá meira
Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40