Vardy elstur meðal jafningja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 07:30 Vardy með gullskóinn. Hann er elsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem hlýtur þau verðlaun. Vísir/Getty Images Jamie Vardy tókst ekki að koma í veg fyrir 0-2 tap Leicester City gegn Manchester United í gær þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Tapið þýddi að Leicester endaði í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í öðru til þriðja sæti nær allt tímabilið. Hinn 33 ára gamli Vardy er samt sem áður markahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Er þetta í fyrsta skipti sem hann nær þeim áfanga en hann er að sama skapi elsti leikmaðurinn til að vinna þau verðlaun frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. Eight years ago Jamie Vardy was playing in non-league.He's just become the oldest player to win the Premier League Golden Boot after finishing the season with 23 goals https://t.co/BPq2HBFThi pic.twitter.com/vDnvMRezKA— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2020 Vardy skoraði 23 mörk á tímabilinu. Pierre Emerick-Aubameyang virtist ætla að koma sér í baráttuna um gullskóinn er hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Arsenal á Watford. Aubameyang endaði tímabilið með 22 mörk og hlaut því silfurskórinn. Danny Ings kom svo öllum á óvart og tryggði sér bronsskóinn en hann skoraði einnig 22 mörk. Hann spilaði hins vegar fleiri leiki en Aubameyang. Vardy er eins og áður sagði elsti leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin en metið var í eigu Didier Drogba - fyrrum leikmanns Chelsea - sem vann þau fyrir áratug síðan, þá 32 ára að aldri. Kevin De Bruyne - miðvallarleikmaður Manchester City - var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar en hann lagði upp 20 mörk. Jafnaði hann þar með met Thierry Henry - fyrrum leikmanns Arsenal - frá tímabilinu 2002-2003. Þá hlaut Ederson - markvörður Man City - gullhanskann en þann titil fær sá markvörður sem heldur oftast hreinu í deildinni. Alls spilaði Ederson 16 leiki í deildinni án þess að fá á sig mark. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Jamie Vardy tókst ekki að koma í veg fyrir 0-2 tap Leicester City gegn Manchester United í gær þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram. Tapið þýddi að Leicester endaði í 5. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í öðru til þriðja sæti nær allt tímabilið. Hinn 33 ára gamli Vardy er samt sem áður markahæsti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili. Er þetta í fyrsta skipti sem hann nær þeim áfanga en hann er að sama skapi elsti leikmaðurinn til að vinna þau verðlaun frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. Eight years ago Jamie Vardy was playing in non-league.He's just become the oldest player to win the Premier League Golden Boot after finishing the season with 23 goals https://t.co/BPq2HBFThi pic.twitter.com/vDnvMRezKA— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2020 Vardy skoraði 23 mörk á tímabilinu. Pierre Emerick-Aubameyang virtist ætla að koma sér í baráttuna um gullskóinn er hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Arsenal á Watford. Aubameyang endaði tímabilið með 22 mörk og hlaut því silfurskórinn. Danny Ings kom svo öllum á óvart og tryggði sér bronsskóinn en hann skoraði einnig 22 mörk. Hann spilaði hins vegar fleiri leiki en Aubameyang. Vardy er eins og áður sagði elsti leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin en metið var í eigu Didier Drogba - fyrrum leikmanns Chelsea - sem vann þau fyrir áratug síðan, þá 32 ára að aldri. Kevin De Bruyne - miðvallarleikmaður Manchester City - var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar en hann lagði upp 20 mörk. Jafnaði hann þar með met Thierry Henry - fyrrum leikmanns Arsenal - frá tímabilinu 2002-2003. Þá hlaut Ederson - markvörður Man City - gullhanskann en þann titil fær sá markvörður sem heldur oftast hreinu í deildinni. Alls spilaði Ederson 16 leiki í deildinni án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55