Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 11:56 Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Getty/Bandaríska Sendiráðið Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira