Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Andri Eysteinsson skrifar 25. júlí 2020 19:57 Lögreglustöð lögreglunnar á Suðurnesjum í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá lýsingum starfsmanna embættisins af stöðu mála. Vildu starfsmennirnir ekki koma fram undir nafni. Þar segir að óánægjan beinist ekki aðeins gegn lögreglustjóranum, sem lýst sé sem afskiptalausum stjórnanda sem tali niður til samstarfskvenna sinna, heldur einnig að Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirmanns á lögfræðisviði og mannauðsstjóra embættisins Helga Kristjánssonar. RÚV greinir frá því að Alda sé sögð beita hörku og ógnunum og hafi starfsmenn sem andmæla henni misst vinnuna. Kvartað væri undan ráðningum og stöðuveitingum og sagt að ófaglega sé staðið að þeim. Til að mynda séu dæmi um að lögreglumaður sem sakaður hafi verið um kynferðislega áreitni af samstarfskonum hafi fengið stöðu hækkun. Þá segir að mannauðsstjórinn hafi ekki tekið á kvörtunum og konur hafi því þurft að leita til karlkyns samstarfsmanna til þess að fá þá til að ræða við lögreglumanninn. Þá er Ólafur Helgi lögreglustjóri sagður skipta um föt fyrir opnum dyrum, hafa átt samtal við samstarfskonu ber að ofan á skrifstofu sinni og hafi notað tölvubúnað embættisins til að semja og senda klúran texta sem fannst í prentara á stöðinni. Lögreglustjórinn hafi brugðist illa við kvörtunum vegna þessa og hafi hótað starfsmönnum brottrekstri. Lögreglan Reykjanesbær Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá lýsingum starfsmanna embættisins af stöðu mála. Vildu starfsmennirnir ekki koma fram undir nafni. Þar segir að óánægjan beinist ekki aðeins gegn lögreglustjóranum, sem lýst sé sem afskiptalausum stjórnanda sem tali niður til samstarfskvenna sinna, heldur einnig að Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirmanns á lögfræðisviði og mannauðsstjóra embættisins Helga Kristjánssonar. RÚV greinir frá því að Alda sé sögð beita hörku og ógnunum og hafi starfsmenn sem andmæla henni misst vinnuna. Kvartað væri undan ráðningum og stöðuveitingum og sagt að ófaglega sé staðið að þeim. Til að mynda séu dæmi um að lögreglumaður sem sakaður hafi verið um kynferðislega áreitni af samstarfskonum hafi fengið stöðu hækkun. Þá segir að mannauðsstjórinn hafi ekki tekið á kvörtunum og konur hafi því þurft að leita til karlkyns samstarfsmanna til þess að fá þá til að ræða við lögreglumanninn. Þá er Ólafur Helgi lögreglustjóri sagður skipta um föt fyrir opnum dyrum, hafa átt samtal við samstarfskonu ber að ofan á skrifstofu sinni og hafi notað tölvubúnað embættisins til að semja og senda klúran texta sem fannst í prentara á stöðinni. Lögreglustjórinn hafi brugðist illa við kvörtunum vegna þessa og hafi hótað starfsmönnum brottrekstri.
Lögreglan Reykjanesbær Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira