Katrín segir síst verra að kjósa að hausti en vori Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2020 10:54 Ef stjórnarsamstarfið heldur verður boðað til alþingiskosninga hinn 25. september 2021. Forsætisráðherra bendir á að haustkosningar tíðkist víða í nágrannalöndum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Forsætisráðherra stefnir að því að alþingiskosningar fari fram hinn 25. september á næsta ári, mánuði fyrr en kjörtímabilið rennur út. Hún segir síst verra að kjósa að hausti en vori eins og lengst af hefur verið hefðin á Íslandi. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2016 var alþingiskosningum sem annars áttu ekki að fara fram fyrr en árið 2017 flýtt og kosið í október 2016. Þá var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en sú stjórn sprakk eftir átta mánuði og aftur var kosið í októbermánuði árið 2017. Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar rennur því ekki formlega út fyrr en 28. október á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti formönnum annarra flokka þessa ákvörðun sína í gærdag. Þótt oftast hafi verið kosið til Alþingis að vori sé eðlilegt að virða regluna um að kjörtímabil sé fjögur ár. „Þetta er þá eins nálægt því og verður komist. Að teknu tilliti til þess að við séum að heyja kosningabaráttu í sæmilegu veðri og sæmilegri færð, sem er ágætt í september. Sömuleiðis að ríkisstjórn sem verður mynduð að loknum næstu kosningum hafi þann tíma sem þarf til að ljúka við fjárlagagerð,“ segir Katrín. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka eru ekki sáttir við ákvörðun forsætisráðherra um haustkosningar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata tilganginn vera að hanga sem lengst á valdastólum.Vísir/Vilhelm Í nýju lagaumhverfi um opinber fjármál sé alltaf unnið út frá langtíma áætlunum. Því ætti tíminn frá kosningum í lok september fram að jólum að duga. „Þá værum við að komumst við framhjá því sem lengi hefur verið kallað kosningafjárlög. Þar sem sett eru fram fjárlög sem eiga að hafa áhrif á stemminguna fyrir kosningar. Ég held að þessi tímasetning sé góð til að einmitt losna við þann sið,“ segir Katrín. Það sé enginn náttúrlegur tími til að boða til kosninga. „Til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar. Þá eru Noregur og Svíþjóð að venju með kosningar að hausti. Finnar með kosningar að vori. Danir geta haft kosningar hvenær sem er í raun og veru á árinu. Þar er oft boðað til kosninga með tiltölulega skömmum fyrirvara,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Forsætisráðherra stefnir að því að alþingiskosningar fari fram hinn 25. september á næsta ári, mánuði fyrr en kjörtímabilið rennur út. Hún segir síst verra að kjósa að hausti en vori eins og lengst af hefur verið hefðin á Íslandi. Eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2016 var alþingiskosningum sem annars áttu ekki að fara fram fyrr en árið 2017 flýtt og kosið í október 2016. Þá var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en sú stjórn sprakk eftir átta mánuði og aftur var kosið í októbermánuði árið 2017. Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar rennur því ekki formlega út fyrr en 28. október á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti formönnum annarra flokka þessa ákvörðun sína í gærdag. Þótt oftast hafi verið kosið til Alþingis að vori sé eðlilegt að virða regluna um að kjörtímabil sé fjögur ár. „Þetta er þá eins nálægt því og verður komist. Að teknu tilliti til þess að við séum að heyja kosningabaráttu í sæmilegu veðri og sæmilegri færð, sem er ágætt í september. Sömuleiðis að ríkisstjórn sem verður mynduð að loknum næstu kosningum hafi þann tíma sem þarf til að ljúka við fjárlagagerð,“ segir Katrín. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka eru ekki sáttir við ákvörðun forsætisráðherra um haustkosningar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata tilganginn vera að hanga sem lengst á valdastólum.Vísir/Vilhelm Í nýju lagaumhverfi um opinber fjármál sé alltaf unnið út frá langtíma áætlunum. Því ætti tíminn frá kosningum í lok september fram að jólum að duga. „Þá værum við að komumst við framhjá því sem lengi hefur verið kallað kosningafjárlög. Þar sem sett eru fram fjárlög sem eiga að hafa áhrif á stemminguna fyrir kosningar. Ég held að þessi tímasetning sé góð til að einmitt losna við þann sið,“ segir Katrín. Það sé enginn náttúrlegur tími til að boða til kosninga. „Til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar. Þá eru Noregur og Svíþjóð að venju með kosningar að hausti. Finnar með kosningar að vori. Danir geta haft kosningar hvenær sem er í raun og veru á árinu. Þar er oft boðað til kosninga með tiltölulega skömmum fyrirvara,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24. júlí 2020 17:21