Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson og Anton Ingi Leifsson skrifa 24. júlí 2020 19:15 Eggert Gunnþór ræddi við Anton Inga í Kaplakrika í dag. Mynd/Stöð 2 Sport Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH
Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30