Sæstrengur það eina sem gæti leyst álver af hólmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 20:00 Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það. Rió Tinto eða Isal kvartaði til Samkeppniseftirlitsins í vikunni og sakar þar Landsvirkjun um selja félaginu orku á hærra verði en öðrum álfyrirtækjum. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins. 20% af allri orkusölu Landsvirkjunnar fer til álversins og greiddi það sem samsvarar um 13,6 milljarða íslenskra króna fyrir orkuna á síðasta ári. Rio tinto hefur lokað öllum álverum sínum í Evrópu nema hér á landi. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir fyrirtækið þjóðhagslega mikilvægt og fátt sem gæti komið í staðinn. „Ef viðskiptavinurinn hyrfi á braut yrði Landsvirkjun lengi að finna nýjan kaupanda af öllu þessu orkumagni. Sá möguleiki sem var áhugi á hjá Landsvirkjun og stjórnvalda fyrir nokkrum árum var að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópu. Ég er ekki að tala fyrir því en það gæti verið góður kostur því raforkuverð í Evrópu hefur oft verið hátt. Þó þetta yrði gert þyrfti það ekki að hafa mikil áhrif á raforkuverð hér á landi,“ segir Ketill. Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR Iðnaðarráðherra tekur undir það en margt annað komi einnig til greina. „Sæstrengur er auðvitað einn valmöguleiki og hefur verið lengi en það eru ótrúlega miklar breytingar og hreyfingar á orkumörkuðum heimsins. Lönd eru að keppast við að nýta meira græna orku. Það breytir því þó ekki að við viljum hafa stór og stöndug fyrirtæki hér á landi eins og Ísal. Stóriðja Viðskipti Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það. Rió Tinto eða Isal kvartaði til Samkeppniseftirlitsins í vikunni og sakar þar Landsvirkjun um selja félaginu orku á hærra verði en öðrum álfyrirtækjum. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins. 20% af allri orkusölu Landsvirkjunnar fer til álversins og greiddi það sem samsvarar um 13,6 milljarða íslenskra króna fyrir orkuna á síðasta ári. Rio tinto hefur lokað öllum álverum sínum í Evrópu nema hér á landi. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir fyrirtækið þjóðhagslega mikilvægt og fátt sem gæti komið í staðinn. „Ef viðskiptavinurinn hyrfi á braut yrði Landsvirkjun lengi að finna nýjan kaupanda af öllu þessu orkumagni. Sá möguleiki sem var áhugi á hjá Landsvirkjun og stjórnvalda fyrir nokkrum árum var að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópu. Ég er ekki að tala fyrir því en það gæti verið góður kostur því raforkuverð í Evrópu hefur oft verið hátt. Þó þetta yrði gert þyrfti það ekki að hafa mikil áhrif á raforkuverð hér á landi,“ segir Ketill. Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR Iðnaðarráðherra tekur undir það en margt annað komi einnig til greina. „Sæstrengur er auðvitað einn valmöguleiki og hefur verið lengi en það eru ótrúlega miklar breytingar og hreyfingar á orkumörkuðum heimsins. Lönd eru að keppast við að nýta meira græna orku. Það breytir því þó ekki að við viljum hafa stór og stöndug fyrirtæki hér á landi eins og Ísal.
Stóriðja Viðskipti Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku. 23. júlí 2020 19:30
Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13
Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07