Lengi án taps en mæta besta liði landsins: „Tókum umræðuna ekki nærri okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 14:30 Þróttarar hafa notið sín nokkuð vel það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildinni. VÍSIR/GETTY Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína. Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína.
Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R.
Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30